Enn mælast skjálftar í Landsveit eftir að vart varð þar við litla hrinu skjálfta síðustu nótt.
Urðu nokkrir skjálftar á svæðinu í nótt og í morgun samkvæmt mælingum Veðurstofunnar, en enginn þeirra var nærri því jafn öflugur og sá stærsti sem mældist í fyrrinótt, eða 3 að stærð.
Enginn skjálftanna hefur fundist í byggð, eftir því sem mbl.is kemst næst.