Fluttu kókaín í pottum til Íslands

Mennirnir fluttu kókaínið í þremur pottum til landsins. Þegar þeir …
Mennirnir fluttu kókaínið í þremur pottum til landsins. Þegar þeir voru handteknir voru þeir á leið upp á Akranes að fjarlægja efnin úr pottunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír karl­menn á sex­tugs- og sjö­tugs­aldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssak­sókn­ara fyr­ir inn­flutn­ing á þrem­ur kíló­um af kókaíni til lands­ins frá Spáni, en efn­in höfðu verið fal­in í þrem­ur pott­um og flutti elsti maður­inn þau hingað til lands með Nor­rænu í apríl.

Sam­kvæmt ákæru máls­ins voru menn­irn­ir hand­tekn­ir sunnu­dag­inn 13. apríl þegar lög­regla stöðvaði bif­reið þeirra á Kjal­ar­nesi þar sem þeir voru á leið upp á Akra­nes. Þar höfðu þeir áformað að fjar­lægja fíkni­efn­in úr pott­un­um og und­ir­búa sölu­dreif­ingu þeirra.

Fram kem­ur að elsti maður­inn, sem er rík­is­borg­ari á Spáni, hafi flutt efn­in með Nor­rænu og komið til Seyðis­fjarðar miðviku­dag­inn 9. apríl. Tók hann rútu til Reykja­vík­ur þar sem hann hitti yngsta mann­inn sem er bú­sett­ur hér á landi.

Áður hafði þriðji maður­inn, sem er rík­is­borg­ari Dóm­in­íska lýðveld­is­ins, keypt efn­in og af­hent elsta mann­in­um þau á Spáni. Jafn­framt leiðbeindi hann elsta mann­in­um um ferðatil­hög­un og lagði út fyr­ir ferðakostnaði og samdi um greiðslur fyr­ir flutn­ing­inn. Sjálf­ur flaug þessi þriðji maður til lands­ins aðfaranótt sunnu­dags­ins 13. apríl.

Yngsti maður­inn, sem bú­sett­ur er hér á landi, sótti bæði þann sem kom með flugi og þann sem flutti efn­in á sunnu­deg­in­um og kom jafn­framt við í heima­húsi í Selja­hverf­inu í Reykja­vík til að sækja vog og smellu­lá­s­poka.

Voru þeir sem fyrr seg­ir á leið upp á Akra­nes þar sem þeir höfðu pantað gist­ingu á gisti­heim­ili og ætluðu þar að fjar­lægja efn­in úr pott­un­um, vigta þau og koma í sölu­dreif­ingu.

Jafn­framt fund­ust á mönn­un­um fjár­mun­ir í evr­um sem óskað er eft­ir að verði gerðir upp­tæk­ir.

Efn­in sem fund­ust á mönn­un­um voru með styrk­leik­an­um 78-80%. Málið var þing­fest í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert