Sjö Íslendingar fá styrk

Íslensku nemendurnir sem hlutu styrk að þessu sinni.
Íslensku nemendurnir sem hlutu styrk að þessu sinni. Samsett mynd/Aðsend

Stofn­un Leifs Ei­ríks­son­ar hef­ur veitt ell­efu styrki að verðmæti meira en 250 þúsund doll­ara fyr­ir nám og rann­sókn­ir í meist­ara- og doktors­námi í Banda­ríkj­un­um og á Íslandi skóla­árið 2025-2026 en það jafn­gild­ir um 30 millj­ón­um króna.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni en þar seg­ir að styrk­irn­ir, sem veitt­ir eru úr 7,6 millj­óna doll­ara sjóði stofn­un­ar­inn­ar, sem jafn­gild­ir rúm­lega 850 ís­lensk­um krón­um, styðji ís­lenska nem­end­ur í fram­halds­námi eða rann­sókn­um í Banda­ríkj­un­um og banda­ríska fram­haldsnema við nám eða rann­sókn­ir á Íslandi. Styrk­irn­ir standa nem­end­um úr öll­um fræðigrein­um til boða.

Fjöl­breytt fræðisvið

Sjö ís­lensk­ir nem­end­ur hljóta styrk að þessu sinni en þeir eru Berg­sveinn Ólafs­son sem stund­ar doktors­nám í já­kvæðri vinnusál­fræði við Claremont Gradua­te Uni­versity, Kristrún Ragn­ars­dótt­ir sem mun stunda nám til LLM-gráðu við Uni­versity of Cali­fornia og Peter Dalmay sem mun sömu­leiðis stunda nám til LLM-gráðu við Uni­versity of Cali­fornia. Svala Sverr­is­dótt­ir fær einnig styrk en hún stund­ar doktors­nám í stærðfræði við sama skóla.

Þá hljóta einnig styrk Tjörvi Schiöth sem  er í doktors­námi við HÍ og mun stunda rann­sókn­ir á sögu kalda stríðsins í skjala­söfn­um sem gest­a­rann­sak­andi við American Uni­versity og School of Advanced Studies við John's Hopk­ins Uni­versity, Veronika Guðmunds­dótt­ir Jons­son sem mun stunda doktors­nám í stjórn­mála­fræði við Gradua­te Center of the City Uni­versity of New York og Þor­steinn Krist­ins­son sem er í doktors­námi í flug­véla­verk­fræði við Uni­ver­ity of Col­orado Boulder.

Fjórir bandarískir nemendur hlutu styrk til náms á Íslandi.
Fjór­ir banda­rísk­ir nem­end­ur hlutu styrk til náms á Íslandi. Sam­sett mynd/​Aðsend

Sækja Íslenska há­skóla

Loks hljóta fjór­ir banda­rísk­ir nem­end­ur styrk til að stunda nám á Íslandi en þeir eru Mira Begg sem mun læra í HR, Ca­meron Essex og Mia Schaw­artz sem munu sækja HÍ og Alex Zinck sem er í meist­ara­námi í Háskól­an­um á Hól­um.

Stofn­un Leifs Ei­ríks­son­ar, sem var komið á fót árið 2001 og er í hönd­um stjórn­ar, til­nefndri af Seðlabanka Íslands, rík­is­stjórn Íslands og Uni­versity of Virg­inia, var stofnuð í þeim til­gangi að veita viður­kenn­ingu og fjár­hagsaðstoð við efl­ingu fræðimennsku og fræðilegra rann­sókna með nem­enda­skipt­um milli Íslands og Banda­ríkj­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert