Alvarlegt mótorhjólaslys: Miklabraut lokuð til vesturs

Fjöldi sjúkra- og lögreglubíla voru á vettvangi.
Fjöldi sjúkra- og lögreglubíla voru á vettvangi. Ljósmynd/Aðsend

Mótor­hjóla­slys varð á Miklu­braut nú fyr­ir skemmstu.

Bjarni Ingimars­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, staðfest­ir þetta.

Hann seg­ir að a.m.k. tveir sjúkra­bíl­ar hafi verið send­ir á vett­vang.

Hann gat ekki gefið nán­ari upp­lýs­ing­ar um slysið að svo stöddu.

Upp­fært klukk­an 9.08:

Í til­kynn­ingu lög­reglu seg­ir að slysið hafi verið al­var­legt.

Mikla­braut sé lokuð til vest­urs frá Skeiðar­vogi. Ekki sé vitað hvenær veg­ur­inn verði opnaður fyr­ir um­ferð að nýju.

Upp­fært klukk­an 10:32: 

Í til­kynn­ingu frá lög­reglu kem­ur fram að lok­un á Miklu­braut hafi verið aflétt og að frek­ari upp­lýs­ing­ar verði ekki veitt­ar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert