Mótorhjólaslys varð á Miklubraut nú fyrir skemmstu.
Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta.
Hann segir að a.m.k. tveir sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang.
Hann gat ekki gefið nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu.
Uppfært klukkan 9.08:
Í tilkynningu lögreglu segir að slysið hafi verið alvarlegt.
Miklabraut sé lokuð til vesturs frá Skeiðarvogi. Ekki sé vitað hvenær vegurinn verði opnaður fyrir umferð að nýju.
Uppfært klukkan 10:32:
Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að lokun á Miklubraut hafi verið aflétt og að frekari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu.