Kjarnorkukafbátnum siglt inn Hvalfjörðinn

Virkt eftirlit sem kafbátar bandaríska sjóhersins sinna á hafsvæðinu í …
Virkt eftirlit sem kafbátar bandaríska sjóhersins sinna á hafsvæðinu í kringum Ísland er mikilvægt fyrir varnir Atlantshafsbandalagsins og tryggir betri stöðuvitund, takmarkar svigrúm óvinveittra kafbáta og stuðlar að auknu öryggi neðansjávarinnviða á borð við sæstrengi. mbl.is/Árni Sæberg

Kaf­bát­ur­inn USS Newport News er átt­undi kjarn­orku­knúni kaf­bát­ur­inn sem kem­ur í þjón­ustu­heim­sókn til Íslands, sem nú fer fram í höfn á Grund­ar­tanga en fram til þessa hafa heim­sókn­irn­ar farið fram úti fyr­ir strönd­um lands­ins inn­an ís­lensku land­helg­inn­ar.

Ljós­mynd­ari mbl.is var á vett­vangi í morg­un þegar kaf­bát­ur­inn kom inn í Hval­fjörð. 

Kaf­bát­ur­inn er af Los Ang­eles-gerð og eru 130 í áhöfn. Kaf­bát­ur­inn ber ekki kjarna­vopn.

Þjón­ustu­heim­sóknin­ar byggja á ákvörðun ut­an­rík­is­ráðherra frá 18. apríl árið 2023 um að kjarn­orku­knún­um kaf­bát­um banda­ríska sjó­hers­ins verði heim­ilt að hafa stutta viðkomu við Ísland til að taka á móti kosti og skipta út áhöfn. 

Sér­stak­ar og ít­ar­leg­ar ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir hafa verið gerðar

Útfærsl­ur frek­ari þjón­ustu­heim­sókna liggja ekki fyr­ir að svo stöddu en með því að fram­kvæma þjón­ustu­heim­sókn­ir af þessu tagi í höfn er bet­ur hægt að huga að ör­yggi og um­gjörð heim­sókn­anna.

Kaf­bát­ar sömu gerðar hafa reglu­lega viðkomu í höfn­um flestra banda­lags­ríkja Atlants­hafs­banda­lags­ins, þar á meðal um margra ára­tuga skeið í höfn­um Nor­egs og nú ný­verið í Fær­eyj­um.

Sér­stak­ar og ít­ar­leg­ar ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir hafa verið gerðar í nánu sam­starfi við Geislavarn­ir rík­is­ins, Land­helgigæsl­una, Rík­is­lög­reglu­stjóra, Al­manna­varn­ir og embætti sótt­varna­lækn­is til að tryggja ör­ugga mót­töku kaf­báts­ins.

Kafbáturinn er af Los Angeles-gerð og eru 130 í áhöfn …
Kaf­bát­ur­inn er af Los Ang­eles-gerð og eru 130 í áhöfn hans. Kaf­bát­ur­inn ber ekki kjarna­vopn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Virkt eft­ir­lit á hafsvæðinu í kring­um Ísland

Heim­sókn­in er liður í öfl­ugu varn­ar­sam­starfi Íslands og Banda­ríkj­anna, nú með aukn­um gisti­ríkj­astuðningi af hálfu ís­lenskra stjórn­valda til Atlants­hafs­banda­lags­ins og helsta sam­starfs­rík­is Íslands í varn­ar­mál­um. Jafn­framt und­ir­strik­ar heim­sókn­in mik­il­vægi Íslands sem gisti­rík­is og sam­starfsaðila banda­ríska sjó­hers­ins á Norður-Atlants­hafi og norður­slóðum.

Virkt eft­ir­lit sem kaf­bát­ar banda­ríska sjó­hers­ins sinna á hafsvæðinu í kring­um Ísland er mik­il­vægt fyr­ir varn­ir Atlants­hafs­banda­lags­ins og trygg­ir betri stöðuvit­und, tak­mark­ar svig­rúm óvin­veittra kaf­báta og stuðlar að auknu ör­yggi neðan­sjáv­ar­innviða á borð við sæ­strengi.

Heim­sókn­in er liður í stefnu ís­lenskra stjórn­valda að styðja við aukið eft­ir­lit og viðbragðsgetu banda­lags­ríkja á Norður-Atlants­hafi, og sýn­ir að Ísland er traust­ur bandamaður sem legg­ur sitt af mörk­um til sam­eig­in­legra varna Atlants­hafs­banda­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert