Tekur gagnrýni Sveit alvarlega

Tómas G. Gíslason, framkvæmdarstjóri Heilbrigðiseftirlitssins og Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT.
Tómas G. Gíslason, framkvæmdarstjóri Heilbrigðiseftirlitssins og Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT. Samsett mynd

Tóm­as G. Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur, vís­ar á bug öll­um ásök­un­um um að starfs­fólk hans starfi af óheil­ind­um og seg­ir ásak­an­ir, um að starfs­menn eft­ir­lits­ins vinni vís­vit­andi gegn rekstr­araðilum, frá­leit­ar. Þá seg­ir hann einnig taf­ir við leyf­is­veit­ing­ar stund­um vera rekj­an­leg­ar til seina­gangs rekstr­araðila frem­ur en eft­ir­lits­ins.

Hon­um þykir þó miður að svo marg­ir veit­inga­menn skuli lýsa yfir óánægju með starf­semi eft­ir­lits­ins, en í nýrri könn­un sem Sam­tök fyr­ir­tækja í veit­ingaþjón­ustu fram­kvæmdu nú á dög­un­um lýstu veit­inga­menn yfir mik­ill ónægju vegna starfa og viðmóts eft­ir­lits­ins í þeirra garð.

Um 74% veit­inga­manna í Reykja­vík sögðust ónægðir með viðmót heil­brigðis­eft­ir­lits­ins og tæp 63% kvörtuðu sömu­leiðis yfir þjón­ustu eft­ir­lits­ins. Þá sögðust 60% bera lítið eða mjög lítið traust til stofn­un­ar­inn­ar.

Tóm­as tek­ur auk­inni umræðu fagn­andi en hann seg­ir að til skoðunar sé nú hvernig megi bæta úr sam­skipt­um og upp­lif­un veit­inga­manna af störf­um eft­ir­lits­ins. 

Sett­ar þröng­ar skorður

Hann bend­ir á að Heil­brigðis­eft­ir­lit­inu sé í störf­um sín­um markaðar afar þröng­ar skorður, en það vinni enda eft­ir strangri og flók­inni lög­gjöf sem oft­ast sé or­sök þess seina­gangs við leyf­is­veit­ing­ar, sem ratað hef­ur í frétt­ir.

„Í umræðunni hafa verið mál þar sem m.a. hef­ur verið fjallað um langa bið eft­ir til­skyld­um starfs­leyf­um. Staðreynd­in er sú að af­greiðsla starfs­leyfa tek­ur yf­ir­leitt aðeins nokkra daga, en það sem veld­ur töf­un­um er ef viðkom­andi rekstr­araðili send­ir ekki all­ar nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar sem þurfa að fylgja með lög­um sam­kvæmt, þ.m.t. staðfest­ingu bygg­ing­ar­full­trúa,” seg­ir Tóm­as.

Því sé ekki endi­lega aðeins við Heil­brigðis­eft­ir­litið að sak­ast, held­ur sé vand­inn einnig fólg­inn í um­sókn­ar­ferl­inu.

Bend­ir hann í því sam­hengi á til­fell­um líkt og við opn­un kaffi­húsa­keðjunn­ar Star­bucks sem tafðist veru­lega fyr­ir rúm­um mánuði, en það hafi verið vegna þess að lög­um sam­kvæmt þurfi Heil­brigðis­eft­ir­litið að aug­lýsa starfs­leyfið í fjór­ar vik­ur til að gefa al­menn­ingi kost á að gera at­huga­semd­ir við út­gáfu þess.

Ráðuneyti að ein­hverju leyti brugðist við

„Eðli­leg hef­ur þetta valdið mikl­um leiðind­um, en við óskuðum eft­ir leiðbein­ing­um frá um­hverf­is-, orku og lofts­lags­ráðuneyt­inu og svör­in voru skýr að það þyrfti að aug­lýsa út­gáfu þess­ara leyfa.”

„Í kjöl­farið settu veit­ingaaðilar sig í sam­band við ráðuneytið og nú er því búið að breyta reglu­gerðinni svo það þarf ekki að aug­lýsa starfs­leyfi veit­inga­húsa í fjór­ar vik­ur líkt og áður.” seg­ir Tóm­as.

Hann seg­ir fleiri dæmi vera um íþyngj­andi ákvæði líkt og þetta, en Tóm­as tel­ur mik­il­vægt Heil­brigðis­eft­ir­litið geti fetað milli­veg­inn og starfað í sátt og sam­lyndi við veit­inga­menn, án þess þó að slá af kröf­um sín­um sem eft­ir­litsaðili.

Hann seg­ist þegar hafa fundað með Sam­tök fyr­ir­tækja á veit­inga­markaði og að sá fund­ur hafi verið afar ár­ang­urs­rík­ur og að rík­ur vilji sé til sam­starfs milli beggja aðila. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert