„Aftur orðin mikilvægasta manneskjan í mínu lífi“

Snjallsímalausum lífstíl getur fylgt bætt líðan, en hann er ekki …
Snjallsímalausum lífstíl getur fylgt bætt líðan, en hann er ekki án vandkvæða. Samsett mynd/mbl.is/Karítas/Ljósmynd/Unsplash

Borið hef­ur á því að ung­menni ákveði að skipta snjallsím­um sín­um út fyr­ir takkasíma, og náði mbl.is tali af tveim­ur þeirra. Þau segja bætta líðan hafa fylgt ákvörðun­inni, en að lífstíll­inn sé þó ekki án vand­kvæða.

Krummi Mort­hens, 19 ára nem­andi við Mynd­list­ar­skól­ann í Reykja­vík, seg­ir vilja til þess að taka stjórn á eig­in lífi hafa legið að baki ákvörðun hans um að skipta snjallsím­an­um út fyr­ir ein­fald­ara tæki.

„Það er búin að vera mik­il umræða í þjóðfé­lag­inu lengi um að sím­arn­ir séu að rústa lífi okk­ar og mér fannst sú umræða alltaf áhuga­verð. Svo voru nokkr­ir vin­ir mín­ir komn­ir með takkasíma, og það virt­ist reyn­ast þeim vel,“ seg­ir hann.

Síðasta hálmstráið hafi verið þegar hann áttaði sig á því að hann væri orðinn háður leik í sím­an­um sín­um. 

„Ég hugsaði bara: Þetta er að drepa lífið mitt. Þetta tæki er að kæfa hjá mér lífs­vilj­ann. Svo ég ákvað að skipta því út fyr­ir takkasíma sem get­ur ekki haft þessa stjórn á mér.“

Sló til þegar sím­inn bilaði

Þór­unn Finns­dótt­ir, 18 ára nem­andi við Mennta­skól­ann í Hamra­hlíð, seg­ist hafa fundið til auk­ins frels­is eft­ir að hún lét snjallsím­ann lönd og leið.

„Ég var far­in að vera á sam­fé­lags­miðlum út í eitt, marga klukku­tíma á dag, og ég var kom­in með ógeð á því.“

Henni hafi þótt nán­ast hallæris­legt að verja svona mikl­um tíma í sím­an­um – það hafi ekki þjónað nein­um til­gangi.

„Þegar sím­inn minn bilaði í ág­úst á síðasta ári og verðmun­ur­inn á nýj­um snjallsíma og takkasíma voru rúm­ar 200.000 krón­ur ákvað ég að slá til og prófa takkasím­ann,“ seg­ir hún.

Smá­vægi­leg sölu­aukn­ing í flokki takkasíma

Ar­in­björn Hauks­son, markaðsstjóri raf­tækja­vöru­versl­un­ar­inn­ar Elko, seg­ist ekki geta staðfest að um eig­in­leg­an tísku­straum sé að ræða, en að smá­vægi­legr­ar sölu­aukn­ing­ar hafi þó gætt í takkasíma­sölu hjá fyr­ir­tæk­inu.

Hann seg­ir erfitt að ald­urs­greina kaup­enda­hóp­inn, en hann gruni að til dæm­is ákveði for­eldr­ar í aukn­um mæli að fyrsti sími barn­anna sinna verði takkasími.

Takkasímar frá framleiðendum á borð við HDM eru mun ódýrari …
Takkasím­ar frá fram­leiðend­um á borð við HDM eru mun ódýr­ari en snjallsím­ar. Ljós­mynd/​Elko

Umræðan um nei­kvæð áhrif síma­notk­un­ar hef­ur að miklu leyti beinst að snjallsíma­notk­un barna og ung­linga, og hafa marg­ir grunn­skól­ar gripið til þess ráðs að banna síma­notk­un.

Breyt­ing­in leitt til betri líðanar

Krummi og Þór­unn segj­ast bæði hafa fundið fyr­ir já­kvæðum breyt­ing­um á eig­in líðan eft­ir að þau kvöddu snjallsím­ann en sam­mæl­ast um að það sé flókið að lifa í sta­f­ræn­um heimi nú­tím­ans án hans.

„Ég fór að lifa miklu meira í nú­inu og hugsa miklu minna um það hvað annað fólk væri að gera; mér fannst eins og ég væri aft­ur orðin mik­il­væg­asta mann­eskj­an í mínu lífi,“ seg­ir Þór­unn og bæt­ir því við að mikið frelsi fylgdi því að vera ekki sítengd á sam­fé­lags­miðlum.

„Ég er far­inn að hugsa meira og gera meira,“ seg­ir Krummi og seg­ist einnig taka eft­ir því að hann lifi meira í nú­inu.

„Ég horfi í kring­um mig og tala við fólkið í kring­um mig í stað þess að vera með nefið ofan í sím­an­um – mjög gef­andi,“ seg­ir hann.

Stólaði á sím­ann um margt

Þau nota tölvu heima fyr­ir til þess að sinna vinnu og skóla, en mál­in flækj­ast þegar komið sé út fyr­ir húss­ins dyr.

„Ég gat ekki borgað í stöðumæli og það var erfitt fyrst um sinn að rata ekki síma­laus. Ég hef líka þurft að fá sérþjón­ustu út af ra­f­ræn­um skil­ríkj­um í þjón­ustu­ver­um og þegar þarf að skanna QR-kóða á veit­inga­stöðum,“ seg­ir Þór­unn.

„Ég stólaði á sím­ann um mjög margt, og sam­fé­lagið stól­ar líka á að ég eigi síma.“

Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðssviðs Elko.
Ar­in­björn Hauks­son, for­stöðumaður markaðssviðs Elko. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert