Sleit þingfundi í óþökk forseta

Hildur Sverrisdóttir slítur þingfundi.
Hildur Sverrisdóttir slítur þingfundi. skjáskot/Alþingi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fimmti vara­for­seti Alþing­is, sleit þing­fundi í gær­kvöldi klukk­an 23.39 og frestaði þar með áfram­hald­andi umræðu um veiðigjöld fram til morg­uns.

Heim­ild­ir mbl.is herma að það hafi hún gert í óþökk for­seta Alþing­is, Þór­unn­ar Svein­bjarn­ar­dótt­ur, en fyr­ir­hugað var að þing­fund­ur héldi áfram inn í nótt­ina.

Síðasti ræðumaður kvölds­ins var Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, en í miðri ræðu hans má sjá þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, kem­ur til Hild­ar og þau ræða stutt­lega sam­an. Skömmu síðar sleit Hild­ur svo fundi.

Viðræður um þinglok sigldu enn í strand í gær er Kristrún Frosta­dótt­ir sleit viðræðunum. Ef að lík­um læt­ur má bú­ast við líf­leg­um degi í þing­inu í ljósi stöðunn­ar.

Upp­fært: Eft­ir að frétt­in var birt ræddi mbl.is við Hildi Sverr­is­dótt­ur og vill hún koma því á fram­færi að Bergþór hafi und­ir lok þing­fund­ar verið að af­henda henni dag­skrár­til­lögu og að sam­tal þeirra tengd­ist fund­arslit­um ekki. Hún hafi farið að öll­um regl­um þegar hún sleit fund­in­um.

Hildur og Bergþór Ólafsson ræða saman.
Hild­ur og Bergþór Ólafs­son ræða sam­an. skjá­skot/​Alþingi
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert