Smálægð yfir Grænlandshafi beinir suðlægum áttum til landsins. Bjart veður að mestu og þurrt austanlands framan af degi en önnur lægð suður af landinu færist norður og nær Íslandi. Úrkomusvæði hennar fer yfir austanvert landið.
Lægðirnar fjarlægjast í kvöld og styttir þá víða upp.
Á morgun verður suðaustlæg átt og væta með köflum. Úrkomusvæði sem nálgast sunnan úr hafi kemur inn á Suðausturlandið um kvöldið.