Ummæli ráðherra um sig séu ógeðfelld

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eyþór

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir um­mæli ráðherra í rík­is­stjórn sem lát­in voru falla í henn­ar garð á Alþingi í dag vera ógeðfelld.

Hild­ur lét þessi orð falla er hún steig í pontu í fyrsta sinn í dag á Alþingi en gustað hef­ur um Hildi í kjöl­far þess að hún sleit þing­fundi í gær­kvöldi laust fyr­ir miðnætti. Var það gert í óþökk meiri­hlut­ans og Þór­unn­ar Svein­bjarn­ar­dótt­ir þing­for­seta, er Hild­ur stýrði þing­fundi sem vara­for­seti. 

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra, sakaði Hildi meðal ann­ars um vald­arán í ræðustól Alþing­is fyrr í dag. 

Meiri­hlut­inn studdi og hvatti

„Ég vil þó hins veg­ar fá að nota þetta tæki­færi, frú for­seti, og gera al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við hvernig hæst­virt­ir ráðherr­ar í rík­is­stjórn Íslands töluðu um mig í ljósi þessa at­viks eins og þeir gerðu hér í morg­un og fleiri en einn og fleiri en tveir og það var ekki ein­göngu þolað af hálfu meiri­hlut­ans. Það var bein­lín­is stutt og hvatt áfram,“ sagði Hild­ur í ræðustól Alþing­is. 

Hild­ur bætti því við að um­mæli ráðherr­ana væru bæði al­var­leg og ógeðfelld og væru auk þess ekki þing­inu til sóma. 

Sagði hún miður að stjórn­ar­meiri­hlut­inn horf­ist ekki í augu við þá stöðu sem sé í þing­inu en Hild­ur bæti því við að meiri­hlut­inn glími við van­getu til að ná fram samn­ing­um um þinglok.

Ræða Hild­ar endaði með því að hún frábað sér mál­flutn­ing sem viðhafður hef­ur verið til handa stjórn­ar­and­stöðunni, sem sinn­ir að henn­ar sögn lýðræðis­legu hlut­verki. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert