Þrír sjúkrabílar og einn dælubíll eru á vettvangi í Hafnarfirði eftir að árekstur varð milli bifreiðar og vespu rétt eftir klukkan 17.
Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir áreksturinn hafa orðið á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Fjarðarhrauns.
Ekki var hægt að veita upplýsingar um líðan ökumannanna að svo stöddu.