Húsbrot í Hlíðunum

Einn maður var handtekinn fyrir minniháttar líkamsárás í Grafarholti og …
Einn maður var handtekinn fyrir minniháttar líkamsárás í Grafarholti og var vistaður í fangageymslu lögreglunnar sökum ástands síns. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu var til­kynnt um hús­brot í Hlíðar­hverfi Reykja­vík­ur í dag. Er lög­reglu bar að garði var lög­brjót­ur­inn á bak og burt og er ekki vitað hver hann er.

Þetta er á meðal þess sem kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu frá klukk­an 5-17 í dag.

Seg­ir þar að ökumaður hafi verið stöðvaður í akstri í Laug­ar­daln­um vegna gruns um akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna og var lát­inn laus að lok­inni blóðsýna­töku.

Ann­ar ökumaður var stöðvaður Múla­hverfi Reykja­vík­ur og kom í ljós við at­hug­un að hann hafði verið svipt­ur öku­rétt­ind­um. Var málið af­greitt með sekt.

Drátt­ar­bíl­ar kallaðir út 

Í Garðabæ var til­kynnt um um­ferðarslys þar sem minni hátt­ar meiðsli urðu á öku­mönn­um og voru tvær bif­reiðar dregn­ar á brott með drátt­ar­bíl.

Sömu­leiðis var til­kynnt um um­ferðarslys í miðbæ Kópa­vogs­bæj­ar þar sem eng­in slys urðu á fólki. Bif­reiðarn­ar voru hins veg­ar tölu­vert skemmd­ar og voru dregn­ar burt með drátta­bíl.

Þá var einn maður hand­tek­inn fyr­ir minni­hátt­ar lík­ams­árás í Grafar­holti og var vistaður í fanga­geymslu lög­regl­unn­ar sök­um ástands síns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert