Rennibrautarslysið til rannsóknar hjá lögreglu

Líklegt er að fleiri en einn hafi verið í rennibrautinni …
Líklegt er að fleiri en einn hafi verið í rennibrautinni í einu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arn­ar Geir Magnús­son, aðal­varðstjóri lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi, seg­ir slysið sem átti sér stað í sund­laug­inni í Stykk­is­hólmi í síðustu viku enn vera til rann­sókn­ar, en dreng­ur var flutt­ur með sjúkra­bíl á sjúkra­hús í kjöl­far slyss­ins.

„Þetta er dreng­ur sem er flutt­ur á sjúkra­hús með ein­hverja ák­verka, eft­ir slys. Það slys er til rann­sókn­ar hjá okk­ur, það er verið að fara yfir mynd­bands­upp­tök­ur sem eru til staðar þannig að það ætti að vera nokk­urn veg­inn ljóst þegar þeirri rann­sókn er lokið hvað gerðist,“ seg­ir Arn­ar í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir lík­legt að fleiri en einn hafi verið í renni­braut­inni.

Vís­ir greindi fyrst frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert