Arnar Geir Magnússon, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Vesturlandi, segir slysið sem átti sér stað í sundlauginni í Stykkishólmi í síðustu viku enn vera til rannsóknar, en drengur var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í kjölfar slyssins.
„Þetta er drengur sem er fluttur á sjúkrahús með einhverja ákverka, eftir slys. Það slys er til rannsóknar hjá okkur, það er verið að fara yfir myndbandsupptökur sem eru til staðar þannig að það ætti að vera nokkurn veginn ljóst þegar þeirri rannsókn er lokið hvað gerðist,“ segir Arnar í samtali við mbl.is.
Hann segir líklegt að fleiri en einn hafi verið í rennibrautinni.
Vísir greindi fyrst frá.