Samþykkja að stöðva umræðu um veiðigjaldamálið

Atkvæðagreiðslu um það að stöðva umræðu um veiðigjaldamálið er lokið.
Atkvæðagreiðslu um það að stöðva umræðu um veiðigjaldamálið er lokið. mbl.is/Eyþór

Meiri­hluti á Alþingi hef­ur samþykkt það að stöðva umræðu um veiðigjalda­frum­varp Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir þing­for­seti beitti, í upp­hafi þing­fund­ar í dag, 71. grein þing­skap­ar­laga og lagði þar með til at­kvæðagreiðslu til­lögu um að stöðva um frum­varpið en kjarn­orku­ákvæðinu, eins og það er oft kallað, hef­ur ekki verið beitt síðan 1959. 

Til­lag­an var samþykkt með 34 at­kvæðum gegn 20 at­kvæðum.

Stjórn­arþing­menn kusu með til­lög­unni en þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar kusu gegn til­lög­unni. Ákveðnir þing­menn voru þó fjar­ver­andi en það voru Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, Jón Pét­ur Zimsen og Ólaf­ur Ad­olfs­son, þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins, Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra og Þorgrím­ur Sig­munds­son og Nanna Mar­grét Gunn­laugs­dótt­ir, þing­menn Miðflokks­ins.

Umræðan um veiðigjalda­frum­varpið er sú lengsta í sögu Alþing­is en umræða um orkupakka 3 var áður sú lengsta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert