Meirihluti á Alþingi hefur samþykkt það að stöðva umræðu um veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseti beitti, í upphafi þingfundar í dag, 71. grein þingskaparlaga og lagði þar með til atkvæðagreiðslu tillögu um að stöðva um frumvarpið en kjarnorkuákvæðinu, eins og það er oft kallað, hefur ekki verið beitt síðan 1959.
Tillagan var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 20 atkvæðum.
Stjórnarþingmenn kusu með tillögunni en þingmenn stjórnarandstöðunnar kusu gegn tillögunni. Ákveðnir þingmenn voru þó fjarverandi en það voru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Jón Pétur Zimsen og Ólafur Adolfsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Þorgrímur Sigmundsson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmenn Miðflokksins.
Umræðan um veiðigjaldafrumvarpið er sú lengsta í sögu Alþingis en umræða um orkupakka 3 var áður sú lengsta.