„Þú ert enginn Winston Churchill“

Njáll Trausti Friðbertsson er æfur yfir atburðum síðastliðins sólarhrings.
Njáll Trausti Friðbertsson er æfur yfir atburðum síðastliðins sólarhrings. mbl.is/Eyþór

Njáll Trausti Friðberts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, for­dæmdi orð Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra frá því í gær þegar hún sagði í viðtali við Vísi  að framund­an væri „orr­ust­an um Ísland.“

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir þing­for­seti beitti nú í morg­un 71. grein þing­skap­ar­laga og lagði þar með til að stöðva umræðu um veiðigjalda­málið.

„Þetta er ekk­ert orr­ust­an um Ísland, að vera að vitna með þess­um hætti í orr­ust­una um Bret­land. Ég vil bara segja við hæst­virt­an ut­an­rík­is­ráðherra að þú ert eng­inn Winst­on Churchill,“ seg­ir Njáll í ræðustól Alþing­is nú rétt áðan er hann tjáði sig um at­kvæðagreiðsluna sem er nú framund­an sam­kvæmt til­lögu þing­for­seta.

Njáll bætti því við að hann væri stolt­ur af bar­áttu sinni fyr­ir sjáv­ar­út­vegsþorp í umræðu um málið. Hann seg­ir að frum­varpið sé illa unnið og margt sé hægt laga frá því sem nú er. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert