Dettifoss dreginn að bryggju í kvöld

Dettifoss.
Dettifoss. mbl.is/Arnþór Birkisson

Varðskipið Freyja og flutn­inga­skipið Detti­foss eru nú stödd um 9 sjó­míl­ur vest­ur af Garðskaga. Gert er ráð fyr­ir að skip­in verði kom­in vest­ur af Eng­ey um klukk­an 18 í kvöld, þar sem drátt­ar­bát­ar Faxa­flóa­hafna munu taka við og draga Detti­foss að bryggju.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Skipið varð vél­ar­vana milli Íslands og Græn­lands, um 390 míl­ur út af Reykja­nestá, á miðviku­dag en bil­un kom upp í stimpli í aðal­vél skips­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert