Kristrún hafi ekki náð að skera á hnúta

Unnur Brá Konráðsdóttir var áður forseti Alþingis.
Unnur Brá Konráðsdóttir var áður forseti Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Alþing­is, seg­ir Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur þing­for­seta hafa verið setta í erfiða stöðu af Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra sem ekki hafi tek­ist að semja um þinglok, ólíkt öðrum for­sæt­is­ráðherr­um síðastliðinna ára. 

Þór­unn beitti í upp­hafi þing­fund­ar í gær 71. grein þing­skap­ar­laga, svo­kölluðu kjarn­orku­ákvæði, og lagði þar með til at­kvæða þings­ins að ljúka umræðu um frum­varpið en umræða um málið er nú sú lengsta í sögu þings­ins. 

For­seti þings­ins í ómögu­legri stöðu

Unn­ur Brá, sem sat á þingi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn, gagn­rýn­ir for­sæt­is­ráðherra fyr­ir það að hafa ekki náð að miðla mál­um á þing­inu. 

„For­seti þings­ins er sett­ur í ómögu­lega stöðu þegar leiðtogi nær ekki að semja um þinglok. Það virðist hafa mistek­ist að gera þingloka­samn­inga. For­menn þing­flokka bera ábyrgð á þeim samn­ing­um en for­sæt­is­ráðherra hef­ur síðustu 66 árin alltaf skorið á þá hnúta sem koma upp en það hef­ur ekki gerst núna,“ seg­ir Unn­ur Brá.

Þing­for­set­inn fyrr­ver­andi er hugsi yfir stöðunni og hvað framtíðin komi til með að bera í skauti sér nú þegar kjarn­orku­ákvæðið hef­ur verið virkjað. 

„Þetta ákvæði hef­ur verið í þingsköp­um frá því á 19. öld en hef­ur alltaf verið mjög spar­lega beitt og það er ástæða fyr­ir því enda kem­ur dag­ur eft­ir þenn­an dag og spurn­ing­in er hvað ger­ist þá. Halda menn að það að beita ákvæðinu sé lík­legt til þess að ná samn­ing­um? Ég átta mig ekki al­veg á þessu,“ seg­ir Unn­ur Brá sem tel­ur ákvörðun­ina koma til með að skaða valda­jafn­vægið á þing­inu á milli stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu. 

Unn­ur Brá bæt­ir því við að lok­um að þótt rík­is­stjórn­in hafi meiri­hluta á þing­inu þá sé það ekki svo að hún sé ein­ráð. Hún seg­ir að leiðtog­ar í gegn­um tíðina hafi áttað sig á því að gæta þurfi einnig að hags­mun­um þeirra kjós­enda sem ekki kusu rík­is­stjórn­ina til valda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert