Lögreglan á Suðurlandi rannsakar líkamsárás

Mikið hefur verið um að vera á Suðurlandi um helgina.
Mikið hefur verið um að vera á Suðurlandi um helgina. Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á Suður­landi hef­ur haft í nógu að snú­ast síðasta sól­ar­hring­inn. Þar fara fram nokkr­ir stór­ir viðburðir, þar á meðal Lauga­vegs­hlaupið, flug­sýn­ing­in Allt sem flýg­ur á Hellu og fjöl­menn Kótelettu­hátíð á Sel­fossi.

Nokk­ur mál er varða fíkni­efni komu upp, þar á meðal eitt sem teng­ist dreif­ingu og sölu. Þá er einnig unnið að rann­sókn kyn­ferðis­brots og ein lík­ams­árás hef­ur verið til­kynnt.

Lög­regl­an hef­ur aukið eft­ir­lit með ölv­unar­akstri um helg­ina og nokkr­ir öku­menn hafa verið stöðvaðir, grunaðir um akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is eða annarra vímu­efna.

Þrátt fyr­ir þessi af­skipti hef­ur hátíðarstemn­ing­in al­mennt verið friðsæl og gengið vel fyr­ir sig. Veður er ein­stak­lega gott og bú­ist er við enn meira fjöl­menni í kvöld og nótt. Lög­regl­an mun áfram viðhafa öfl­ugt eft­ir­lit í um­dæm­inu öllu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert