Stunginn með eggvopni

Lögregla sinnir fjölbreyttum verkefnum.
Lögregla sinnir fjölbreyttum verkefnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ein­stak­ling­ur var stung­inn með eggvopni á höfuðborg­ar­svæðinu í gær eða nótt. Einn var hand­tek­inn á vett­vangi. Mál er í rann­sókn.

Árás­in átti sér stað í um­dæmi lög­reglu­stöðvar þrjú, en hún sinn­ir verk­efn­um í Kópa­vogi og Breiðholti.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu þar sem greint er frá verk­efn­um lög­reglu frá klukk­an 17 í gær til 5 í morg­un. 

Í sama um­dæmi var einn hand­tek­inn fyr­ir lík­ams­árás og hús­brot. 

Farþegi bif­hjóls þungt hald­inn

Þá var til­kynnt um um­ferðarslys milli fólks­bif­reiðar og bif­hjóls í um­dæmi lög­reglu­stöðvar þrjú. Farþegi bif­hjóls­ins er þungt hald­inn eft­ir árekst­ur­inn.

Mikið var um tón­list­ar­há­vaða úr heima­hús­um sem raskaði næt­ur­ró íbúa. Í einu máli voru hátal­ar hald­lagðir þar sem hús­ráðandi fór ekki eft­ir fyr­ir­mæl­um lög­reglu um að lækka í tón­list­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert