Þingfundi sem hófst klukkan 10 í morgun og stóð yfir í stutta stund hefur síðan þá ítrekað verið frestað.
Þriðja umræða um veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra hófst í morgun. Eiríkur Björn Björgvinsson, þingmaður Viðreisnar, mælti þar fyrir breytingum sem atvinnuveganefnd, þar sem hann er 1. varafomaður, leggur til á efni frumvarpsins.
Umræða um breytingar stóðu yfir í um 20 mínútur en síðan þá hefur þingfundi ítrekað verið frestað, nú siðast til klukkan hálf 4. Ekki er þó ljóst hvenær þingfundur mun í raun hefjast á ný.
Ekki hefur náðst í formenn þingflokka og er því ástæða frestunarinnar óljós sem stendur.
Andrúmsloftið á Alþingi er rafmagnað í kjölfar þess að annarri um veiðigjaldafrumvarpið lauk eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskaparlaga og lagði þar með til að annarri umræðu um frumvarpið yrði hætt.