Þingfundi ítrekað frestað

Ekki hefur tekist að halda þriðju umræðu um veiðigjöld áfram …
Ekki hefur tekist að halda þriðju umræðu um veiðigjöld áfram enda hefur þingfundi ítrekað verið frestað. mbl.is/Eyþór

Þing­fundi sem hófst klukk­an 10 í morg­un og stóð yfir í stutta stund hef­ur síðan þá ít­rekað verið frestað. 

Þriðja umræða um veiðigjalda­frum­varp Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra hófst í morg­un. Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son, þingmaður Viðreisn­ar, mælti þar fyr­ir breyt­ing­um sem at­vinnu­vega­nefnd, þar sem hann er 1. vara­fomaður, legg­ur til á efni frum­varps­ins. 

Umræða um breyt­ing­ar stóðu yfir í um 20 mín­út­ur en síðan þá hef­ur þing­fundi ít­rekað verið frestað, nú siðast til klukk­an hálf 4. Ekki er þó ljóst hvenær þing­fund­ur mun í raun hefjast á ný. 

Ekki hef­ur náðst í for­menn þing­flokka og er því ástæða frest­un­ar­inn­ar óljós sem stend­ur. 

And­rúms­loftið á Alþingi er raf­magnað í kjöl­far þess að ann­arri um veiðigjalda­frum­varpið lauk eft­ir að Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­seti Alþing­is, beitti 71. grein þing­skap­ar­laga og lagði þar með til að ann­arri umræðu um frum­varpið yrði hætt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert