Tilfinningaþrunginn dagur

Þórunn Sveinbjarnardóttir ávarpaði þingheim í löngu máli áður en hún …
Þórunn Sveinbjarnardóttir ávarpaði þingheim í löngu máli áður en hún tilkynnti það sem flestir áttu von á, en skynja mátti að þingmenn stjórnarandstöðu vildu ekki trúa því að svo væri komið fyrir þinginu fyrr en orðin féllu. mbl.is/Eyþór

And­rúms­loftið í Alþing­is­hús­inu var eld­fimt þegar Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir for­seti þings­ins til­kynnti þing­heimi í gær að hún hygðist bera svo­kallað kjarn­orku­ákvæði, það er 71. grein þing­skap­a­laga, und­ir at­kvæði.

Í gær­morg­un var þing­mönn­um stjórn­ar­and­stöðu til­kynnt með stutt­um fyr­ir­vara áður en þing­fund­ur hófst að for­seti hygðist ávarpa þingið og að at­kvæðagreiðsla væri yf­ir­vof­andi.

Ekki fylgdu skila­boðunum upp­lýs­ing­ar um að hverju at­kvæðagreiðslan laut, en hinn skammi fyr­ir­vari og tak­mörkuðu upp­lýs­ing­ar í skila­boðunum, auk upp­lausn­ar­inn­ar á þingi degi fyrr, gerðu það að verk­um að menn lögðu sam­stund­is sam­an tvo og tvo.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert