Gámur féll af flutningabíl á Suðurlandsvegi við Hveragerði nú fyrir skemmstu.
Svo virðist sem gámurinn hafi fallið af bílnum í hringtorgi á leiðinni inn til Hveragerðis og þar með lokað einni aðrein að hringtorginu, en af myndum af dæma virðist nokkuð umferðaröngþveiti hafa skapast.
Lögreglan á Suðurlandi gat staðfest atburðinn en óljóst er hvernig aðgerðum á vettvangi miðar og hvenær gámurinn verður fjarlægður af veginum.