Gámur féll af flutningabíl í Hveragerði

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Ljósmynd/Jóhann Guðni Reynisson

Gám­ur féll af flutn­inga­bíl á Suður­lands­vegi við Hvera­gerði nú fyr­ir skemmstu. 

Svo virðist sem gám­ur­inn hafi fallið af bíln­um í hring­torgi á leiðinni inn til Hvera­gerðis og þar með lokað einni aðrein að hring­torg­inu, en af mynd­um af dæma virðist nokkuð um­ferðaröngþveiti hafa skap­ast.

Lög­regl­an á Suður­landi gat staðfest at­b­urðinn en óljóst er hvernig aðgerðum á vett­vangi miðar og hvenær gám­ur­inn verður fjar­lægður af veg­in­um.

Gámurinn virðist hafa lokað einni aðreininni inn í hringtorgið.
Gám­ur­inn virðist hafa lokað einni aðrein­inni inn í hring­torgið. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert