Sakar Kristúnu um alvarlegan dómgreindarbrest

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sak­ar Kristrúnu Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra um al­var­leg­an dómgreind­ar­brest fyr­ir að láta um­mæli sam­ráðherra sinna um vald­arán ótal­in. 

Þetta seg­ir í Face­book-færslu Guðrún­ar. 

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra og þingmaður Flokks fólks­ins, sakaði Hildi Sverr­is­dótt­ur, þing­flokks­formann Sjálf­stæðis­flokks­ins, um vald­arán í ræðu á þingi á fimmtu­dag. Degi eft­ir að Hild­ur sleit fundi í óþökk Þór­unn­ar Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­seta þings­ins. 

Á fimmtu­dag spurði Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins og fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, hvort stjórn­ar­andstaðan vilji að á Íslandi ríki þannig ástand að nýir vald­haf­ar þurfi að draga gamla vald­hafa und­ir hús­vegg og skjóta þá svo að valda­skipti séu tryggð.

„Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra virðist ekki sjá ástæðu til að for­dæma um­mæli sam­ráðherra sinna um vald­arán, eða um það hvort að stjórn­ar­andstaðan vilji þannig ástand í land­inu að skjóta þurfi vald­hafa und­ir hús­vegg til að valda­skipti geti átt sér stað,“ seg­ir í færslu Guðrún­ar. 

Hún seg­ir það op­in­bera al­var­leg­an dómgreind­ar­brest Kristrún­ar að láta slík um­mæli óátal­in og að það segi meira um for­ystu Kristrún­ar „en nokk­ur ræða í ræðustól Alþing­is“. 

Komið þing­inu í al­gert óefni 

Guðrún seg­ir það sam­komu­lag sem náðist á end­an­um um þinglok hafi ekki verið eðli­leg­ur eða hefðbund­inn samn­ing­ur.

„Það var til­laga sem for­seti Alþing­is lagði til eft­ir að rík­is­stjórn­in hafði komið þing­inu í al­gert óefni.“

Hún legg­ur áherslu á að rík­is­stjórn­in hafi dag­skrár­valdið á Alþingi og að ástæðan fyr­ir því að ekki hafi fleiri mál­um að hafi ekki verið veiðigjalda­frum­varið, „held­ur ein­fald­lega þá staðreynd að þau settu mál­in ekki á dag­skrá“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert