Ísak bjargaði lífi föður síns

„Þetta símtal við neyðarlínuna var níu mínútur. Þau voru í …
„Þetta símtal við neyðarlínuna var níu mínútur. Þau voru í níu mínútur að fara frá grafarvogi niður að Elliðavatni að finna okkur, en þetta leið eins og klukkutími,“ segir Ísak. Samsett mynd/Aðsend/mbl.is/Árni Sæberg

Ísak Leon Júlí­us­son bjargði lífi föður síns, Júlí­us­ar M. Jóns­son­ar, í gær­kvöldi, með aðstoð góðs fólks úr ná­grenn­inu við Elliðavatn. Þeir feðgar voru á kaj­ak­sigl­ingu á vatn­inu er Júlí­us féll í vatnið. Ísak var þá í tölu­verðri fjar­lægð frá föður sín­um en heyrði köll hans þar sem hann reyndi að halda sér uppi á kaj­akn­um.

Greint var frá því í gær­kvöldi að slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu hefði verið með tölu­vert viðbragð við Elliðavatn eft­ir að maður á kaj­ak féll í vatnið.

Fram kom í frétt mbl.is að maður­inn hefði kom­ist af sjálfs­dáðum upp úr vatn­inu. Þetta vildi Júlí­us leiðrétta en son­ur hans og aðrir í ná­grenn­inu, sem svo heppi­lega vildi til að áttu bát, björguðu lífi hans í gær­kvöldi.

Að sögn Ísaks sagði lækn­ir­inn að ef faðir hans hefði verið tíu mín­út­um leng­ur í vatn­inu hefði hann getað dáið.

Föt­in auki á þyngd­ina og maður þreyt­ist fljótt í vatn­inu

„Við vor­um á kaj­ak á Elliðavatni og vor­um báðir að veiða. Það var smá vega­lengd á milli okk­ar og pabbi hafði ákveðið að fara í land, það hafði verið eitt­hvað óeðli­lega erfitt að róa, hvort bát­ur­inn var of lít­ill eða far­inn að leka, það var alla vega eitt­hvað að hon­um,“ seg­ir Ísak í sam­tali við mbl.is.

„Ég var frek­ar langt í burtu en heyrði í hon­um kalla. Ég hélt hann væri með fisk þannig að ég setti veiðistöng­ina á kaj­ak­inn og fór að sigla í átt­ina að hon­um. Þá sá ég að hann var í vatn­inu og var að reyna að kom­ast upp á kaj­ak­inn sem sner­ist alltaf við og hann datt aft­ur út í vatnið.

Mér fannst þetta fyrst fyndið og hugsaði: „Pabbi, ertu að grín­ast, hvolfd­irðu hon­um, hvað ertu að pæla?“

Þá vissi ég ekki að hann var bú­inn að vera í vatn­inu í ein­hvern tíma. Þá sá ég að pabbi var orðinn ör­magna, hann var bú­inn að vera að halda sér uppi en maður verður svo þung­ur í vatn­inu í öll­um föt­un­um og svo fljótt þreytt­ur.“

Feðgarnir Ísak og Júlíus.
Feðgarn­ir Ísak og Júlí­us. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég hefði ekki kom­ist í land með okk­ur báða“

Ísak flýtti sér þá til föður síns sem náði að halda í fót­inn á syni sín­um með ann­arri hend­inni og í kaj­ak­inn með hinni.

„Ég byrjaði að öskra á hjálp eins hátt og ég gat. Fyr­ir til­vilj­un var ég með sím­ann á milli fót­anna og hringdi strax í neyðarlín­una og byrjaði að sigla í land með pabba, þá þurfti ég að halla mér í gagn­stæða átt til að ég færi ekki sjálf­ur ofan í. Við vor­um bún­ir að sigla svo­lítið langt,“ seg­ir hann.

„Pabbi var orðinn svo þreytt­ur að ég varð að drífa mig í land af því að ef hann hefði sleppt tak­inu þá hefði hann bara drukknað og ég veit ekki hvort ég hefði getað farið á eft­ir hon­um, ég var sjálf­ur svo þreytt­ur.“

Fyr­ir til­vilj­un voru þeir feðgar í beinni sjón­línu við hús hjóna sem eiga bát. Son­ur þeirra var í PlayStati­on-tölv­unni sinni og heyrði ösk­ur Ísaks.

„Sem bet­ur fer var hann með tölv­una lágt stillta. Þau hlupu út, voru með bát og komu á móti mér, ein­mitt þegar ég var hætt­ur að geta siglt kaj­akn­um, sem var orðinn svo þung­ur. Þetta fólk bjargaði okk­ur al­veg, þau eru al­gjör­ir engl­ar. Ég hefði ekki kom­ist í land með okk­ur báða, þetta var dýpsti part­ur­inn.“

Níu mín­út­ur liðu eins og klukku­tími

Um það leyti sem bát­ur­inn náði til feðganna heyrði Ísak sír­en­ur nálg­ast og áður en hann vissi af sá hann lög­reglu­bíla, sjúkra­bíl og slökkviliðsbíl.

„Bara hjörð af fólki koma hlaup­andi að strönd­inni. Þau ætluðu að fara að hoppa út í en sáu að bát­ur þessa fólks var kom­inn,“ seg­ir Ísak.

„Ég fór upp á land og kon­an sem á heima þarna knúsaði mig strax, maður henn­ar og son­ur höfðu siglt bátn­um að okk­ur,“ seg­ir Ísak sem hafði verið í sím­an­um við neyðarlín­una all­an tím­ann.

„Þetta sím­tal við neyðarlín­una var níu mín­út­ur. Þau voru í níu mín­út­ur að fara frá Grafar­vogi niður að Elliðavatni að finna okk­ur, en þetta leið eins og klukku­tími.“

Skjáskotið sýnir hvað feðgarnir höfðu siglt langt og hvar slysið …
Skjá­skotið sýn­ir hvað feðgarn­ir höfðu siglt langt og hvar slysið gerðist. Ljós­mynd/​Aðsend

Venj­an að klæðast björg­un­ar­vesti á kaj­ak

Ísak seg­ir það venj­una að klæðast björg­un­ar­vesti á kaj­ak og vill brýna fyr­ir öll­um að gera ein­mitt það.

„Það var heimsku­legt að vera ekki í björg­un­ar­vesti. Við vor­um ný­bún­ir að vera með litlu syst­ur mína og vin­konu henn­ar og fjöl­skyldu og þá voru öll börn í björg­un­ar­vesti.

Ég og pabbi erum báðir mjög synd­ir og maður held­ur að maður geti synt en maður fær sjokk og verður svo þung­ur í föt­um og öllu, og svo kald­ur, hita­stigið hans pabba var komið niður í 35 gráður þegar við kom­um upp á spít­ala,“ seg­ir hann.

Hann seg­ir þessa lífs­reynslu vera góða lex­íu fyr­ir alla þá sem nokk­urn tím­ann sjá fyr­ir sér að setj­ast upp í kaj­ak.

„Full­orðnir og börn verða að vera í vesti, þó að vatnið eigi að vera grunnt þá er það ekki grunnt alls staðar og þú ferð í sjokk. Við vor­um heppn­ir að það var búið að vera heitt úti og vatnið var heit­ara en það er venju­lega, sem þýðir að hann kólnaði ekki jafn mikið og hann hefði getað gert.

Lækn­ir­inn sagði: „Bara tíu mín­út­um leng­ur í vatn­inu og hann hefði dáið.“ Ef hann hefði misst takið á kaj­akn­um þá hefði hann bara sokkið og ég veit ekki hvort ég hefði getað hjálpað hon­um, ég veit ekki al­veg hvað maður hefði gert þá, þetta var svo hræðilegt,“ seg­ir Ísak Leon að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert