Jakkafataklæddir langhlauparar

Jakkaföt og hlaupaskór sameinast í 420 kílómetra hlaupi.
Jakkaföt og hlaupaskór sameinast í 420 kílómetra hlaupi. mbl.is/Árni Sæberg

Hlaupa­hóp­ur­inn HHHC Boss hyggst hlaupa sex maraþon á jafn­mörg­um dög­um í ág­úst. Hóp­ur­inn hef­ur vakið at­hygli síðustu ár fyr­ir hlaup sín til styrkt­ar góðum mál­efn­um, en ekki síður fyr­ir góðan klæðaburð.

Fyr­ir tveim­ur árum hlupu all­ir liðsmenn hóps­ins jakkafa­ta­klædd­ir frá Ak­ur­eyri til Reykja­vík­ur og nú end­ur­taka þeir leik­inn, en í þetta sinn fara þeir frá Ak­ur­eyri, yfir há­lendið og Kjöl og þaðan til Reykja­vík­ur.

Kveðja mal­bikið

Pét­ur Ívars­son, einn af 21 hlaup­ara HHHC Boss, seg­ir allt lagt í söl­urn­ar fyr­ir góðan málstað. „Slag­orð hóps­ins er „Við elsk­um mal­bik“, en við víkj­um meira að segja frá því fyr­ir gott mál­efni.“

Hóp­ur­inn legg­ur af stað 18. ág­úst en þá tek­ur við sex daga áskor­un þar sem hver og einn hlaup­ari hleyp­ur vega­lengd sem sam­svar­ar maraþoni á hverj­um degi. Þeir hlaupa þó á víxl í tveim­ur holl­um, þar sem hvort holl hleyp­ur rúm­lega tíu kíló­metra í senn. Loka­hnykk­ur­inn verður svo í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu þar sem hóp­ur­inn hleyp­ur síðustu kíló­metr­ana af sam­tals 420 kíló­metra löngu verk­efn­inu.

Til styrkt­ar Krafti

Hlaupið er til styrkt­ar stuðnings­fé­lag­inu Krafti og er til­einkað öll­um ung­um fjöl­skyld­um sem hafa þurft að glíma við krabba­mein. Ríf­lega átta millj­ón­ir króna söfnuðust fyr­ir hlaup HHHC Boss fyr­ir tveim­ur árum, en Pét­ur seg­ir mark­miðið í ár vera að ná tíu millj­ón­um.

Þá verður hlaup hvers dags til­einkað ein­um ein­stak­lingi sem notið hef­ur góðs af starfi Krafts.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert