Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson segir von á enn hlýrra lofti á landinu í dag en í gær.
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Einars en í henni tekur hann þó fram að hann telji ekki að hitamet gærdagsins, 29,5 stiga hiti í Hjarðarlandi í Biskupstungum, verði toppað. Hann segist þó aðallega byggja það á tilfinningu.
Þá segir hann líklegt að skýjaðra verði af háskýjum í dag og að það hafi áhrif á hitatölur. Þó verður að líkindum léttskýjað norðaustanlands.