Segir enn hlýrra loft í vændum

Hitaspá Veðurstofunnar fyrir landið klukkan 16 í dag.
Hitaspá Veðurstofunnar fyrir landið klukkan 16 í dag. Skjáskot/Veðurstofan

Veður­fræðing­ur­inn Ein­ar Svein­björns­son seg­ir von á enn hlýrra lofti á land­inu í dag en í gær. 

Þetta kem­ur fram í Face­book-færslu Ein­ars en í henni tek­ur hann þó fram að hann telji ekki að hita­met gær­dags­ins, 29,5 stiga hiti í Hjarðarlandi í Bisk­upstung­um, verði toppað. Hann seg­ist þó aðallega byggja það á til­finn­ingu.

Þá seg­ir hann lík­legt að skýjaðra verði af há­skýj­um í dag og að það hafi áhrif á hita­töl­ur. Þó verður að lík­ind­um létt­skýjað norðaust­an­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert