Sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða mannsins

Frá vettvangi í Kiðjabergi.
Frá vettvangi í Kiðjabergi. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Lit­hái á fer­tugs­aldri hef­ur verið sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða samlanda síns með meiri­hátt­ar lík­am­asárás í sum­ar­húsi í Kiðjabergi í apríl á síðasta ári. Hlaut hann tveggja mánaða skil­orðsbund­inn dóm fyr­ir að hafa löðrungað samland­ann.

Þetta staðfest­ir Elim­ar Hauks­son, verj­andi manns­ins, í sam­tali við mbl.is.

Seg­ir Elim­ar að miðað við aðstæður í mál­inu yrði að mati dóms­ins sak­fell­ing á grund­velli ákær­unn­ar ekki haf­in yfir skyn­sam­leg­an vafa.

Héraðsdóm­ur hafði áður vísað mál­inu frá vegna þess að ákæra sak­sókn­ara þótti óná­kvæm en Lands­rétt­ur ógilti síðar þá ákvörðun.

Sak­fell­ing hefði byggst á álykt­un

Sak­sókn­ari sagðist við aðalmeðferð í mál­inu tel­ja mann­inn hafa framið heiftúðlega, vægðarlausa og til­efn­is­lausa árás sem leiddi samlanda hans til dauða og sagði mann­inn ekki hafa sýnt neina iðrun og að til þess skyldi líta þegar dóm­ur yrði ákveðinn.

Elim­ar seg­ir dóm­inn telja að sak­fell­ing ákæru á grund­velli 2. mgr. 218. gr. al­mennra hegn­ingalaga, sem fjall­ar um meiri­hátt­ar lík­ams­árás, að at­laga gegn mann­in­um hafi orðið hon­um að ald­ur­tila við þær aðstæður sem eru í mál­inu, byggj­ast á álykt­un um að lík­legt eða lík­leg­ast væri að um­bjóðandi sinn hafi veitt hinum látna þau högg eða spörk sem hafi leitt til dauða en ekki ann­ar.

Viður­kenndi alltaf löðrung­ana

Miðað við sönn­un­ar­færslu, skýrslu rétt­ar­lækna og framb­urðar ann­ars þeirra, or­sak­ir and­láts­ins og hvernig verknaðarlýs­ingu í ákæru er háttað, yrði sak­fell­ing sam­kvæmt því á grund­velli ákær­unn­ar ekki að mati dóms­ins haf­in yfir skyn­sam­leg­an vafa.

„Hann er nátt­úru­lega sak­felld­ur fyr­ir þessa tvo löðrunga, sem hann hef­ur alltaf viður­kennt. Hann viður­kenndi það greiðlega frá upp­hafi að hafa löðrungað mann­inn þar sem hann sat í sæt­inu sínu en neitaði því al­farið að það hafi getað valdið þess­um af­leiðing­um sem var lýst í ákær­unni.

Á það er bara fall­ist með hon­um. Það séu ekki næg­ar sann­an­ir færðar fram af hálfu ákæru­valds­ins til þess að hefja það yfir skyn­sam­leg­an vafa að um­bjóðandi minn hafi valdið bana þessa manns.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert