Von um strandveiðar út sumarið

Strandveiðimenn eru bjartsýnir á að geta haldið veiðum áfram út …
Strandveiðimenn eru bjartsýnir á að geta haldið veiðum áfram út ágúst að því gefnu að ráðherra nýti heimild til að auka kvótann. mbl.is/Hafþór

Búið er að veiða um 93% af þorsk­heim­ild strand­veiða sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fiski­stofu. Ein­ung­is eru um 800 tonn eft­ir af út­gefn­um heild­arafla, að sögn Arn­ar Páls­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda.

Örn reikn­ar með því að veiðin verði góð næstu daga og að strand­veiðarn­ar muni standa yfir í allt sum­ar og í raun ekki ljúka fyrr en 31. ág­úst. Til að það gangi upp þarf að bæta við veiðiheim­ild þorsks­ins til þess að ákvæði strand­veiðilaga um að Fiski­stofu sé skylt að stöðva veiðar verði ekki virkjað.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert