Nýjar myndir sem teknar voru úr flugi Landhelgisgæslunnar í morgun sýna hraunflæðið úr gossprungunni sem opnaðist laust fyrir klukkan fjögur í nótt.
Hraunið virðist að mestu renna til austurs yfir þá hraunbreiðu sem hefur myndast í síðustu eldgosum á Sundhnúkagígaröðinni.
Veðurstofan áætlar að lengd sprungunnar sé um 700 metrar.