Almenningur fær að fara til Grindavíkur

Opnað hef­ur verið fyr­ir um­ferð al­menn­ings um Grinda­vík. Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um.

At­vinnu­rek­end­ur í Grinda­vík gagn­rýndu í dag harðlega að bæn­um skyldi hafa verið lokað fyr­ir al­menn­ingi og ferðamönn­um á meðan Bláa lónið fékk að vera opið.

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að ákvörðunin sé tek­in með hliðsjón af upp­færðu áhættumati þar sem fram kem­ur að meðaláhætta sé met­in fyr­ir Grinda­vík og Svartsengi og að mesta áhætt­an sé met­in vegna gasmeng­un­ar frá gróðureld­um og eld­gosi.

Þurfa að tryggja að ör­ygg­is­áætlan­ir séu virk­ar

„Mik­il­vægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættu­legt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndi­lega. Lög­regla var­ar fólk við að dvelja nærri gosstöðvun­um vegna gasmeng­un­ar. Hætta eykst þegar vind læg­ir,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Nýj­ar gossprung­ur geta opn­ast með litl­um fyr­ir­vara og gló­andi hraun get­ur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndi­leg fram­hlaup orðið þar sem nýj­ar hrauntung­ur brjót­ast fram sem erfitt get­ur verið að forðast á hlaup­um. Áréttað er að at­b­urður er enn yf­ir­stand­andi og starfað er á hættu­stigi.“

Þá kem­ur fram að fyr­ir­tæki sem bera ábyrgð á starfs­fólki og gest­um þurfi að tryggja að ör­ygg­is­áætlan­ir séu virk­ar og taki mið af hættu vegna meng­un­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert