Beint: Blaðamannafundur í Keflavík

Ursula von der Leyen og Kristrún Frostadóttir á Reykjavíkurflugvelli.
Ursula von der Leyen og Kristrún Frostadóttir á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Eyþór

Fundi Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, með Kristrúnu Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherrra og Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra á ör­ygg­is­svæðinu í Kefla­vík er lokið, og fer senn að hefjast blaðamanna­fund­ur. 

Hægt er að fylgj­ast með blaðamanna­fund­in­um í beinu streymi hér að neðan. 

Kristrún tók á móti Ursulu á Reykja­vík­ur­flug­velli klukk­an 10 í morg­un og flaug þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar með þær stöll­ur frá Reykja­vík­ur­flug­velli og yfir Suður­landið. Flugu þær meðal ann­ars yfir Þórs­mörk þar sem þyrl­an lenti ná­lægt fjallstindi, en Kristrún bauð von der Leyen í stutta göngu­ferð á út­sýn­is­stað þar sem þær fengu ein­stakt út­sýni yfir Þórs­mörk.

Þá heim­sóttu þær einnig Grinda­vík þar sem Fann­ar Jónas­son bæj­ar­stjóri tók á móti þeim. 

Von der Leyen heilsaði upp á Otta Rafn Sig­mars­son, einn af burðarás­um björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Þor­bjarn­ar í Grinda­vík en Otti er einnig fyrr­ver­andi formaður Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar. Hann sýndi von der Leyen aðgerðar­stjórn í Grinda­vík.

Þá heilsaði hún upp á Run­ólf Þór­halls­son, sviðsstjóra al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, en eitt af mark­miðum heim­sókn­ar Evr­ópu­leiðtog­ans er að hún kynni sér starf­semi al­manna­varna sem og áfallaþol á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert