Pylsur sigruðu í sápubolta á Ólafsfirði

Sápuboltinn fer fram í níunda sinn um helgina.
Sápuboltinn fer fram í níunda sinn um helgina. Ljósmynd/Aðsend

Mikið líf og fjör hef­ur verið á Ólafs­firði um helg­ina en þar hef­ur farið fram hið ár­lega Sápu­bolta­mót. Mikið var um að vera í bæn­um að sögn Vikt­ors Freys Ein­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sápu­bolt­ans.

Sápu­bolti er sára­ein­fald­ur leik­ur. Skipt er í tvö lið sem spila svo hefðbund­inn fót­bolta­leik á stór­um plast­dúk sem sápa hef­ur verið bor­in á. 

„Í gær byrjuðum við þetta á krakka sápu­bolta, svo komu BMX bros með sýn­ingu, um kvöldið kom svo Páll Óskar að spila," seg­ir Vikt­or í sam­tali við mbl.is.

Í dag fór svo mótið sjálft fram. Um 400 manns  tóku þátt í mót­inu í 44 liðum. Öll liðin mættu í skemmti­leg­um bún­ing­um og á end­an­um var það svo lið klætt í pylsu­bún­inga sem stóðu uppi sem sig­ur­veg­ar­ar.

Fót­bolta­mótið varð að bæj­ar­hátíð

Þetta er í ní­unda sinn sem hátíðin fer fram og hef­ur hún vaxið mikið frá fyrsta ár­inu. „Þetta byrjaði nú með því að okk­ur vin­un­um vantaði eitt­hvað að gera eina helg­ina og feng­um þessa klikkuðu hug­mynd. Við ætluðum bara að gera þetta einu sinni en þetta gekk svo vel að við ákváðum að gera þetta aft­ur og við höf­um gert þetta á hverju ári síðan," seg­ir hann.

Vikt­or seg­ir mótið hafa vaxið mikið og er nú orðið lík­ara bæj­ar­hátíð en fót­bolta­móti.

Loka­tón­leik­arn­ir í kvöld

Í kvöld fara svo stór­tón­leik­ar hátíðar­inn­ar fram og stíga þar á stokk marg­ir af þekkt­ustu tón­list­ar­mönn­um lands­ins um þess­ar stund­ir. Fram koma meðal ann­ars Birn­ir, Daniil, Aron Can og Floni. Aðsókn er góð og Vikt­or býst við að upp­selt verði á tón­leik­ana.

Vikt­or seg­ir hátíðar­höld­in hafa gengið gríðar­vel og ger­ir  fast­lega ráð fyr­ir því að sápu­bolt­inn snúi aft­ur tí­unda árið í röð næsta sum­ar.

Enginn er annars bróðir í leik.
Eng­inn er ann­ars bróðir í leik. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert