Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna reiðhjólaslyss í Reykjadölum á Fjallabaki.
Viggó Sigurðsson hjá Landhelgisgæslunni segir hjólreiðamann hafa slasast með þeim hætti að þörf var á sjúkraflutning, en nefnir þó að kona hafi ekki slasast mjög alvarlega.
Þá sé tímafrekt að komast að slysstaðnum og því hafi verið óskað eftir þyrlu.