Árekstrar oft mistúlkaðir sem óþekkt

Rannsóknin þykir einstök á heimsvísu vegna þeirra gagna sem stuðst …
Rannsóknin þykir einstök á heimsvísu vegna þeirra gagna sem stuðst var við. Þórhildur er hér til vinstri á myndinni, Kristín Rós fyrir miðju og Dagmar til hægri. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Ný ís­lensk rann­sókn und­ir­strik­ar al­gengi þess að ein­hverfa og ADHD fylg­ist að, en sam­kvæmt niður­stöðum henn­ar eru tvö af hverj­um þrem­ur ein­hverf­um börn­um einnig með ADHD. Rann­sak­end­ur segja rann­sókn­ir á þess­um hópi barna skorta, sem skýrist m.a. af því að fram til árs­ins 2013 gátu ADHD og ein­hverfa ekki farið sam­an sam­kvæmt grein­ing­ar­kerf­um. Mik­il­vægt sé að bæta úr þessu og auka sér­hæfðari stuðning við þenn­an hóp, hvort sem það er í skóla- eða heil­brigðis­kerf­inu.

Rann­sókn­in er sú yf­ir­grips­mesta sem hef­ur verið gerð á and­legri heilsu barna og ung­linga án þroska­höml­un­ar á Íslandi hingað til. Þykir hún ein­stök á heimsvísu að því leyti hvað gögn­in sem stuðst er við eru stöðluð og ná yfir stór­an hóp barna um land allt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert