Myndir: Hjartað stækkar og stækkar

Að sögn Páls Eyjólfssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, heimsóttu 40.000 manns Hjartað …
Að sögn Páls Eyjólfssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, heimsóttu 40.000 manns Hjartað í fyrra og er búist við að minnsta kosti 60.000 manns í ár, sem yrði metfjöldi. mbl.is/Egill Aaron

Í Hafnar­f­irði slær hjartað takt­fast í sum­ar. Þar hef­ur bæj­ar­hátíðin Hjarta Hafn­ar­fjarðar vaxið og dafnað svo um mun­ar, og það eru ekki bara Hafn­f­irðing­ar sem dansa við þann takt.

Hjarta Hafn­ar­fjarðar fer nú fram í ní­unda sinn og hafa rúm­lega 40.000 manns sótt hátíðina á fyrstu fjór­um helg­un­um en enn eru tvær helg­ar eft­ir.

Að sögn Páls Eyj­ólfs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra hátíðar­inn­ar, sóttu 40.000 manns Hjartað í fyrra og er bú­ist við að minnsta kosti 60.000 manns í ár, sem yrði nýr met­fjöldi.

„Þetta hef­ur gengið bara ótrú­lega fal­lega fyr­ir sig,“ seg­ir Páll.

„Það er ein­hver gald­ur í gangi hérna.“

mbl.is/​Eg­ill Aaron

Ekki ein­ung­is Gafl­ar­ar á svæðinu

Hann seg­ir hátíðina nú vera farna að líta út eins og hann sá hana fyr­ir sér þegar henni var fyrst hleypt af stokk­un­um, árið 2017. Þá stóð hátíðin yfir í tvo daga, eina helgi, og heim­sóttu um 500 manns hátíðina.

„Það sem maður hef­ur áttað sig svo­lítið á núna er að þetta er eig­in­lega eina svona stóra og  viðrandi akti­vi­tíið á höfuðborg­ar­svæðinu á sumr­in. All­ar bæj­ar­hátíðir eru fyr­ir utan og fólk er búið að kveikja svo­lítið á þessu,“ seg­ir Páll og nefn­ir að það séu ekki bara Gafl­ar­ar sem láti sjá sig á hátíðinni.

Fólk alls staðar af höfuðborg­ar­svæðinu, sem og utan af landi, sé einnig að leggja á ferð til Hafn­ar­fjarðar.

mbl.is/​Eg­ill Aaron

Fíl­ing­ur­inn inn­blás­inn af Þjóðhátíð

Páll er Eyjamaður og hef­ur sótt Þjóðhátíð í Heima­ey 35 sinn­um. Hann seg­ir Hjartað vera inn­blásið af Eyja­stemn­ing­unni.

„Þetta er sá fíl­ing­ur sem ég var alltaf að leita að og er kom­inn með núna, þar sem all­ir geta skemmt sér sam­an með mikið af mús­ík og fjöri.“

Aðspurður seg­ir hann hátíðina alltaf hafa gengið vel fyr­ir sig og verið haldna án þess að al­var­leg at­vik komi upp.

mbl.is/​Eg­ill Aaron

Mikið sé þó lagt upp úr ör­ygg­is­gæslu og er t.a.m. öfl­ugt mynda­véla­kerfi á svæðinu sem mynd­ar hvern krók og kima.

„Það eru mikl­ar for­varn­ir í gangi hérna áður en þú ætl­ar þér að gera eitt­hvað. Við erum bless­un­ar­lega laus við það og höf­um alltaf verið. Það hef­ur aldrei nokk­ur al­var­leg­ur hlut­ur komið upp hjá okk­ur.“

Hægt er að kynna sér dag­skrá Hjarta Hafn­ar­fjarðar hverja helgi á Face­book.

mbl.is/​Eg­ill Aaron
mbl.is/​Eg­ill Aaron
mbl.is/​Eg­ill Aaron
mbl.is/​Eg­ill Aaron
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert