Sambland af þoku og gosmóðu

Þokan á höfuðborgarsvæðinu var þykk í morgun.
Þokan á höfuðborgarsvæðinu var þykk í morgun. mbl.is/Elínborg

Þykk þoka hef­ur legið yfir höfuðborg­ar­svæðinu í morg­un. Að sögn veður­fræðings er lík­lega um sam­bland af gos­móðu og þoku í hefðbundn­ari skiln­ing. 

„Það er hátt raka­stig núna, þannig að það er þoka. En það get­ur verið að gos­móðan valdi að hún sé ennþá þykk­ari,“ seg­ir Katrín Agla Tóm­as­dótt­ir, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Mæl­ar í Kópa­vogi og á Laug­ar­nesi sýna að loft­gæði eru slæm um þess­ar mund­ir.

„Þannig að þetta er ör­ugg­lega sam­bland af þoku og gos­móðu,“ seg­ir Katrín Agla. 

Létti til með morgn­in­um

Hún seg­ir að hlýtt loft yfir sjón­um leiði til þess að raki setj­ist við sjáv­ar­síðuna og myndi þoku. 

Þok­unni á að létta til með morgn­in­um og eft­ir há­degi á að bæta úr skyggn­inu. Það eigi svo eft­ir að koma í ljós hversu mik­il áhrif gos­móðan hef­ur á skyggnið síðdeg­is. 

Síðdeg­is á morg­un er spáð norðanátt, 3-8 m/​s. Vind­ur­inn gæti nægt til að hreyfa við gos­móðunni og færa hana suður yfir landið. 

„Við erum að vona að þá ná nú aðeins að blása gos­móðunni í burtu,“ seg­ir Katrín Agla að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert