Karlmaður var handtekinn í Hlíðahverfi Reykjavíkur fyrir að stinga öryggisvörð í brjóstið.
Fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að öryggisvörðurinn hafi verið í vesti sem tók við stungunni og sakaði hann því ekki.
Árásarmaðurinn var vistaður í fangageymslu.