„Nú get ég talað“

Tryggvi Gunnarsson.
Tryggvi Gunnarsson. mbl.is/Eggert

Tryggvi Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi umboðsmaður Alþing­is, og íbúi í Rangárþingi ytra, hvatti íbúa til að kjósa með sam­ein­ingu fimm sveit­ar­fé­laga á Suður­landi. „Ég held að við stönd­um á tíma­mót­um og það sé rétt að stíga þetta skref,“ sagði Tryggvi á íbúa­fundi í Rangárþingi ytra sem fór fram á Hellu í gær.

Sam­hliða kosn­ing­um til Alþing­is um aðra helgi verður kosið um sam­ein­ingu fimm sveit­ar­fé­laga á Suður­landi. Sveit­ar­fé­lög­in sem um ræðir eru Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skaft­ár­hrepp­ur, Mýr­dals­hrepp­ur og Ása­hrepp­ur.

Tryggvi, sem hef­ur búið í Rangárþingi ytra í tvo ára­tugi, tók til máls und­ir lok fund­ar­ins. „Í þessi tutt­ugu ár þá hef ég setið þar og haft eft­ir­lit með starfi sveit­ar­fé­laga og rík­is­ins í umboði Alþing­is. Nú er ég hætt­ur því. Nú get ég talað.“

Hann sagði að það hefði verið mjög ánægju­legt að fylgj­ast með umræðunum og margt hefði komið fram sem hefði snert þá strengi sem hann hefði fundið í sínu starfi varðandi veik­leika hjá sveit­ar­fé­lög­un­um. 

Tímaspurs­mál hvenær þetta verði skandall

Hann sagði mik­il­vægt að muna að lands­menn byggju við það lýðræðis­lega skipu­lag að fá að kjósa full­trúa sem tækju það verk­efni að sér að stýra sveit­ar­fé­lög­um, og að þess­ir full­trú­ar bæru ábyrgð gagn­vart íbú­um. Tryggvi benti á að marg­ir hefðu haft á orði verk­efni byggðasam­laga, sem hefði fyrst og fremst verið hugsuð sem rekstr­ar­ut­an­um­hald.

„Það sem hef­ur gerst á síðustu árum er að það er farið að fela þeim ein­stök fram­kvæmd­ar- og stjórn­sýslu­verk­efni. En það er eng­in ábyrgð þar á bak við. Og þetta er í raun og veru tímaspurs­mál hvenær þetta verður ein­hver skandall,“ sagði Tryggvi sem hvatti íbúa til að gera breyt­ingu á. Hann sagði að það færi bet­ur að slík mál væru í hönd­um sveit­ar­fé­lag­anna. 

Gjör­breytt verk­efni sem lít­il sveita­fé­lög ráði ekk­ert við

Þá benti Tryggvi á, að verk­efni sveit­ar­fé­lag­anna hefðu á und­an­förn­um ára­tug­um gjör­breyst. Þetta væri ekki leng­ur spurn­ing um ein­hver ákveðin heima­verk­efni, fjallskil eða önn­ur mál­efni inn­an sveit­ar­fé­lag­anna.

„Nú er búið að fela sveit­ar­fé­lög­un­um að fara með stór­an hluta af þeim verk­efn­um sem áður voru í hönd­um rík­is­ins og lúta að marg­vís­leg­um fé­lags­leg­um [verk­efn­um], mennta­mál­um og öðrum slík­um hlut­um. Þarna er verið að taka ákv­arðanir um mál­efni ein­stak­linga og það skipt­ir máli að það sé staðið rétt að þeim hlut­um og þá þarf að vera fyr­ir hendi ein­hver fag­leg þekk­ing, og sein­ing sem ræður við það. Og þessi litlu sveit­ar­fé­lög - ekki bara hér held­ur víðsveg­ar út um land - þau ráða bara ekk­ert við þetta. Og fyr­ir utan það að það er þessi ná­lægð sem skap­ar ákveðna erfiðleika. Þannig að ég segi við ykk­ur, að ég held að við stönd­um á tíma­mót­um og það sé rétt að stíga þetta skref,“ sagði Tryggvi. 

Unnið hef­ur verið að sam­ein­ing­unni um nokk­urra miss­era skeið. Ef íbú­ar samþykkja sam­ein­ingu verður til víðfeðmasta sveit­ar­fé­lag lands­ins, 15.659 fer­kíló­metr­ar eða um 16% af heild­ar­stærð lands­ins.

Sveit­ar­fé­lagið Suður­land

Hér má sjá Tryggva taka til máls á fund­in­um (einnig hægt að horfa á fund­inn í heild sinni).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert