Vill innkalla allar aflaheimildir

Þor­steinn Bergs­son seg­ir að at­vinnu- og sam­göngu­mál brenni mest á fólki sem hann hef­ur rætt við og skynj­ar mik­inn meðbyr með hug­mynd­um Sósí­al­ista­flokks­ins í Norðausturkjördæmi

Hann veit ekki hvort það sé raun­hæft að þjóðnýta öll fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi en hann vill innkalla all­an kvóta.

„Ég er ekki hrædd­ur við orðið „þjóðnýt­ingu“ en mín hug­mynd í þessu er sú – og það stend­ur ein­mitt í stefnu flokks­ins – að kalla inn all­ar afla­heim­ild­ir,“ seg­ir hann.

Hann vill að sjókvía­eldi verði ekki stundað í fjörðum þar sem heima­menn eru því mót­falln­ir og nefn­ir Seyðis­fjörð í því sam­hengi. Þá tel­ur hann var­huga­vert hversu mikið er­lent eign­ar­hald er á fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um en er þó al­mennt ekki á móti sjókvía­eldi.

Land­búnaður er stór at­vinnu­grein í Norðaust­ur­kjör­dæmi og Þor­steinn kveðst vilja halda áfram með bú­vöru­samn­ing­ana en hann seg­ir að taka þurfi líf­ræna fram­leiðslu inn í þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert