Í síðustu viku fór Tinna Björk Bryde, viðskiptaþróunarstjóri hjá Aurbjörgu, yfir bestu og lökustu kjör húsnæðislána. Í þessari viku verður endurfjármögnun húsnæðislána í forgrunni en lánakjör húsnæðislána breytast í sífellu og því aldrei að vita hvort lánaumhverfið sé þér í hag þessa stundina og kjörin betri en þegar þú tókst lánið í upphafi. Markmið Aurbjargar er að stuðla að auknu fjármálalæsi almennings með því að bjóða upp á þjónustu við að taka upplýstar ákvarðanir þegar fjármál eru annars vegar.
„Við tölum um endurfjármögnun þegar við tökum nýtt lán og borgum upp eldra húsnæðislán,“ útskýrir Tinna Björk í myndskeiðinu hér að ofan. „Fjárhæð og vextir lánsins ráðast af því hversu hátt lánið er í hlutfalli við fasteignamat eignarinnar ólíkt því þegar við tökum nýtt húsnæðislán, því þá tökum við kaupverðið,“ segir hún og tekur lýsandi dæmi um endurfjármögnun á húsnæðisláni með fasteignamat upp á 50 milljónir.
„Ég á fasteign með fasteignamat upp á 50 milljónir, áhvílandi lán er 25 milljónir. Lánið nemur því 50% af fasteignamati eignar sem þýðir að eignin er 50% veðsett. Flestir lánveitendur miða við að lán megi ekki fara yfir 70% af fasteignamati eignar í endurfjármögnun,“ lýsir hún en ástæður endurfjármögnunar geta verið af ýmsum toga. Til dæmis vegna fjármögnunar á framkvæmdum, breyttum aðstæðum eða einfaldlega vegna betri kjara annars staðar.
„Við eigum alltaf að vera vakandi fyrir betri kjörum á húsnæðislánum okkar. Lánveitendur eru að bjóða mismunandi vexti. Það getur munar töluverðum fjárhæðum. Sama lánsfjárhæð en sitthvor lánveitandinn. Það að vakta lánið sitt og færa sig yfir ef betri kjör bjóðast er besta tímakaupið,“ segir Tinna.
Um þessar mundir eru um 75 milljarðar í húsnæðislánum á íslenskum markaði sem eru á föstum óverðtryggðum vöxtum sem koma til með að losna á árinu. Á næsta ári margfaldast þessi upphæð og verður 275 milljarðar samkvæmt nýjustu tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þessu getur fylgt mikil óvissa fyrir almenning með tilheyrandi hækkunum á afborgunum húsnæðislána.
Þá ráðleggur Tinna fasteignaeigendum að gefa sér tíma í að skoða reikningsdæmið til enda því dæmi eru um að þegar að vaxtatímabili fastra vaxta lýkur getur greiðslubyrði á húsnæðisláni hækkað um 178 þúsund krónur á mánuði hjá sama lánveitanda þegar vextirnir færast yfir í breytilega vexti. Sú upphæð getur haft verulega áhrif á hversdagsleika fólks og ekki svigrúm til að greiða slíka viðbót hjá mörgum fjölskyldum.
Ef miðað er við einstakling með 800 þúsund krónur í mánaðarlaun sem standa þyrfti straum af yfirvofandi vaxtabreytingum þyrftu mánaðarlaunin að hækka um 315 þúsund á mánuði og fara upp í 1.115 þúsund krónur til að einstaklingur geti viðhaldið sömu lífsgæðum fyrir utan aðrar hækkanir sem hafa herjað á heimilin undanfarið. Þessi fjárhæð getur þó lækkað töluvert ef þú kynnir þér hvaða lánamöguleikar standa þér til boða.
„Ef þú ert með lán á föstum vöxtum hjá banka þá er líklegt að þú þurfir að greiða uppgreiðslugjald ef þú endurfjármagnar lán þitt. Algengt er að uppgreiðslugjald sé 1%. Á 35 milljóna króna láni þá eru það 350 þúsund sem þú þarft að greiða fyrir að greiða lánið upp. Flestir lífeyrissjóðir bjóða upp á fasta vexti án uppgreiðslugjalds. Svo ef þú vilt lán á föstum vöxtum þá mæli ég með að skoða þá möguleika,“ segir Tinna Björk.
„Eins og ég nefndi í byrjun þá miða flestir lánveitendur við að lán megi ekki fara yfir 70% á fasteignamati í endurfjármögnun. Til að sjá hversu hátt lán þú getur fengið þá tekur þú fasteignamat eignarinnar og margfaldar með 0,7,“ útskýrir Tinna og segir mikilvægast af öllu að fasteignaeigendur séu vel vakandi fyrir því sem er í boði hverju sinni.
„Vextir hafa hækkað mikið undanfarna mánuði. Ef þú ert með húsnæðislán á föstum vöxtum sem fara að losna á næstu mánuðum þá vil ég hvetja þig til að kanna hvaða lánamöguleikar standa þér til boða í endurfjármögnun. Mikilvægt er að kynna sér þetta sem fyrst og undirbúa sig vel.“
Með áskrift að Aurbjörgu er mjög einfalt að sjá hvernig lánið þitt lítur út miðað við markaðskjör sem eru í boði í dag. Aurbjörg aðstoðar þig að undirbúa þig vel og finna bestu kjörin!