Fyrsta stopp fagurkerans og 15% afsláttur

Þær Arndís Amina Vaz da Silva og Lilja Björk Jónsdóttir …
Þær Arndís Amina Vaz da Silva og Lilja Björk Jónsdóttir taka vel á móti þér í SALT verslun, Ármúla 11. mbl.is/Árni Sæberg

SALT versl­un er lífstíls- og gjafa­vöru­versl­un í Ármúla 11 sem legg­ur áherslu á ein­stak­ar og fágaðar hágæðavör­ur fyr­ir fag­ur­kera. Lögð er rík áhersla á vandað vöru­úr­val frá sér­stæðum vörumerkj­um fyr­ir þá allra vand­lát­ustu.

Vöru­úr­valið ein­kenn­ist af fal­leg­um og vönduðum hlut­um sem hannaðir eru af ástúð og natni og má því segja að versl­un­in sé full­kom­inn staður fyr­ir fag­ur­ker­ann, mat­gæðing­inn eða þá sem vilja næra og dekra við sjálf­an sig og eða heim­ilið.

Í versluninni er að finna allt fyrir sæl- og fagurkera.
Í versl­un­inni er að finna allt fyr­ir sæl- og fag­ur­kera. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Vandað og ein­stakt vöru­úr­val 

Vöru­úr­val versl­un­ar­inn­ar er af fjöl­breytt­um toga þar sem finna má allt frá hágæða tískufatnaði, nátt­fatnaði, hand­gerðum leðurtösk­um og ein­stök­um skart­grip­um til bragðmik­illa krydda í eld­húsið, ilm­góðra kerta og fag­urra bakka.

Vöru­úr­valið er sér­lega smekk­legt, inn­blásið af Norður­lönd­un­um en flest­ar vör­urn­ar eru ein­mitt þaðan, þá einna helst frá Svíþjóð og Dan­mörku. Vör­urn­ar frá SALT versl­un sóma sér vel inni á ís­lensk­um heim­il­um og eru marg­ar hverj­ar mik­il stofuprýði sem gleðja augað. 

Í SALT versl­un er einnig mikið úr­val af fal­leg­um tæki­færis­gjöf­um sem gleðja öll þau sem una fögr­um heim­il­is­mun­um. SALT versl­un er svo sann­ar­lega fyrsta stopp hjá þeim sem vant­ar inn­blást­ur að góðri gjöf eða hug­mynd­ir að sjálfs­dekri. Það ætti all­ir að geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi í versl­un­inni, enda er þar ríku­legt magn af sjald­séðum og fal­leg­um hlut­um að finna sem ekki eru fá­an­leg­ar í öðrum versl­un­um hér á landi.

Kryddvörurnar frá Mill & Mortar eru mjög vinsælar. Kryddin kitla …
Krydd­vör­urn­ar frá Mill & Mort­ar eru mjög vin­sæl­ar. Krydd­in kitla bragðlauka allra mat­gæðinga. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Krydd, skart og kósí­heit

Hvort sem þú ert á hött­un­um eft­ir gjöf sem hitt­ir í mark, hinu full­komna kryddi í mat­seld­ina, skarti fyr­ir kvöldið eða nýj­um nátt­föt­um fyr­ir kom­andi kósí­heit, þá finn­urðu þetta allt í SALT versl­un. 

Mill & Mort­ar krydd­vör­urn­ar úr SALT versl­un hafa notið mik­ill­ar hylli und­an­farið og eru frá­bær í hvers kyns matseld. Krydd­in eru unn­in úr nátt­úru­leg­um jurt­um frá um­hverf­is­vottuðum bænd­um víðs veg­ar um heim þar sem hægt er að fylgj­ast með upp­sker­unni frá upp­hafi til enda. Krydd­in frá Mill & Mort­ar taka bragðlauk­ana í ferðalag en þau eru fá­an­leg í fal­leg­um pakkn­ing­um og eru því full­kom­in gjöf handa sæl­ker­um og mat­gæðing­um mikl­um.

Var­gen og Thor fram­leiða frá­bær áhöld í eld­húsið þar sem hönn­un­in er ekki ein­ung­is fyr­ir augað held­ur einnig fyr­ir gæðin. Pott­arn­ir og pönn­urn­ar frá þeim gera mat­seld­ina marg­falt skemmti­legri og auðveld­ari þar sem gæðin eru al­ger­lega höfð í for­grunni.

Skartið frá Hilke er einstaklega fallegt - sjón er sögu …
Skartið frá Hil­ke er ein­stak­lega fal­legt - sjón er sögu rík­ari. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hil­ke skart­gripa- og heim­il­is­vöru­hönnuður er þekkt­ur fyr­ir ein­staka og fal­lega hönn­un sem dreg­ur mik­inn inn­blást­ur frá Ítal­íu. Vör­urn­ar frá Hil­ke eru ein­stak­lega fal­leg­ar og eru eins kon­ar punkt­ur­inn yfir i-ið hvort sem um skart eða heim­il­is­vör­ur er að ræða. 

Nú þegar líða fer að jól­um er ekki úr vegi að nefna jóla­rúm­föt­in frá Reylín og danska lakk­rís­inn frá Bagsværd Lakrids sem hvort tveggja fæst í SALT versl­un - versl­un fag­ur­ker­ans. Rúm­föt­in hafa verið sér­lega vin­sæl hér á landi síðustu ár en vöru­lín­an heit­ir 13 næt­ur til jóla og fær­ir rétta jóla­and­ann yfir heim­ilið. 

Hand­gerði lakk­rís­inn frá Bagsværd Lakrids er sí­gild sæl­kera­gjöf sem bragð er af og á alltaf við. Lakk­rís­inn kem­ur í plöt­um og einnig sem kon­fekt en þetta er nýj­ung hér á landi sem mun tví­mæla­laust koma ís­lensk­um lakk­rísaðdá­end­um skemmti­lega á óvart.  

Við tök­um vel á móti þér

Þjón­ustu­lund­in og hlýja and­rúms­loftið er engu líkt í SALT versl­un. Starfs­fólk versl­un­ar­inn­ar hef­ur mikla ástríðu fyr­ir því að veita viðskipta­vin­um per­sónu­lega og framúrsk­ar­andi þjón­ustu. Þar er allt kapp lagt á þægi­legt viðmót í fal­legu um­hverfi, hag­stætt verð og skemmti­legt vöru­úr­val.

Verið vel­kom­in til okk­ar í Ármúla 11 eða gerið góð kaup í gegn­um vef­versl­un okk­ar með því að smella hér. 

Notið af­slátt­ar­kóðann SALT15 til að fá 15% af­slátt af öll­um vör­um sem verslaðar eru í gegn­um vef­versl­un út þessa viku. 

Handgerði danski lakkrísinn frá Bagsværd er frábær tækifærisgjöf.
Hand­gerði danski lakk­rís­inn frá Bagsværd er frá­bær tæki­færis­gjöf. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert