Íslandshús er nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á forsteyptum einingum sem eru ætlaðar sem undirstöður undir sumarhús, bílskýli, sólpalla, girðingar, skilti, flaggstangir, leiktæki og allt mögulegt.
Þá framleiðir fyrirtækið umferðarlausnir svo sem umferðareyjur, þrengingar og afmarkanir ásamt stýringum á bílastæði. Fyrirtækið framleiðir sérlausnir af öllum toga út frá þörfum og óskum viðskiptavina sem geta verið einstaklingar, einkaaðilar, fyrirtæki og/eða sveitarfélög.
„Öll okkar framleiðsla er hugsuð út frá þörfum og notagildi,“ segir Óskar Húnfjörð, eigandi og framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækisins Íslandshúsa.
Ásamt Óskari er sonur hans, Brynjar Marinó Húnfjörð, meðeigandi og gegnir veigamiklu hlutverki í rekstri fyrirtækisins sem framleiðslustjóri þess. Íslandshús hefur hlotið margs konar viðurkenningar og vottanir fyrir framúrskarandi árangur síðastliðin ár.
Forsteyptu einingarnar frá Íslandshúsum ganga gjarnan undir vörumerkjaheitinu „Dvergarnir“ og koma í ýmsum útfærslum, þyngdum, stærðum og gerðum.
„Tegundum hefur farið fjölgandi í gegnum tíðina. Við erum að framleiða upp undir 50 mismunandi tegundir af Dvergum, allt frá 30 kílóum upp í steina sem eru yfir tvö tonn að þyngd,“ segir Óskar sem fékk þá góðu hugmynd að nýta afgangssteypu þegar verið var að framleiða sjósökkur á fyrsta ári fyrirtækisins og búa til þessa nýju tegund af undirstöðum sem eru þekktar í dag sem Dvergarnir.
„Ég byrjaði á að framleiða sjósökkur sem þyngingu á fráveitulögn sem þá var verið að leggja við Keflavíkurhöfn og framleiddi eitt sett á dag en á þessum tíma kom steypubíll með steypuna,“ lýsir hann upphafinu.
„Þegar ég uppgötvaði hversu mikil steypa var afgangs og fór til spillis þá kviknaði hugmynd í kollinum á mér um að nýta hana til gagns og til varð fyrsti Dvergurinn,“ lýsir Óskar sem hefur hannað og þróað ófáa Dverga síðustu ár þar sem hver og einn hefur sitt notagildi.
Óskari tókst að búa til nýja afurð úr afgangssteypu en á þessum tíma var gat á markaðnum hvað stólpa og undirstöður varðaði. Óskar sá sér leik á borði og gat nýtt sér skort á markaðinum með því að hefja framleiðslu á minni lausnum og bjóða upp á alls kyns nytsamlega nýjungar frábrugðnar þeim sem áður voru fáanlegar.
„Markaðurinn tók vel á móti þessum nýju vörum. Mikil áhersla hefur verið lögð á virkni og gæði vörunnar og okkar vöruframleiðsla sker sig úr varðandi notagildi og gæði,“ segir hann og leggur mikla áherslu á uppsprettu nýsköpunar í starfsemi Íslandshúsa.
„Það kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart með hvaða hætti viðskiptavinir okkar geta notað vörurnar, þær virðast hafa óendanlegt notagildi.“
Íslandshús er starfrækt að Bogatröð 13 á Ásbrú í Reykjanesbæ en þar fer öll starfsemin fram, bæði framleiðslan sjálf sem og afgreiðsla á vörum. Óskar segir umfang starfseminnar fara sífellt vaxandi og fyrir það er hann mjög þakklátur.
„Við erum fyrst og fremst að framleiða og selja endingargóðar vörur sem búnar eru miklum gæðum og hægt er að nota á margvíslegan hátt,“ segir Brynjar en allar vörur Íslandshúsa eru til á lager og lagerstaðan því afburðagóð. „Við eigum yfir þúsund tonn af einingum á lagersvæði okkar hér á Ásbrú á tíuþúsund fermetra lóð okkar,“ bætir Brynjar við.
„Það sem við brennum fyrir er að aðstoða viðskiptavini okkar við að hanna heildstæðar og hentugar lausnir og leysa vandann í samráði við þá,“ segir hann og bendir á að viðskiptavinir komi gjarnan með verkefni sem þarf að finna lausn á og enda margar sem hluti af stöðluðum vörum Íslandshúsa.
„Viðskiptahópurinn skiptist í þrennt, þetta geta verið einstaklingar sem eru að smíða sólpalla, setja upp sumarhús, setja upp girðingar eða kofa út í garð, verkefnin eru ótæmandi og við erum með lausnir við þessu öllu,“ segir Brynjar en hinn þriðjunginn segir hann vera verktaka og fyrirtæki sem oft þurfi að fá sérhannaðar útfærslur, ásamt síðari þriðjungi viðskiptahópsins, sveitarfélögunum, sem einnig horfa oft til sértækari lausna sem þurfa að fela í sér gæði og góða endingu.
Fyrirtækið hefur vaxið vel á síðustu árum og að sögn Óskars er framleiðslan orðin sjálfbær. „Við gerum allt sjálf. Við hönnum vöruna, smíðum mótin, erum með eigin steypustöð og sjáum um allt markaðsefni sjálf,“ segir hann, en velta fyrirtækisins hefur aukist verulega frá ári til árs.
„Reksturinn er í góðum farvegi og við erum þakklát fyrir það traust og velvilja sem Íslandshúsum hefur verið sýnt í gegnum tíðina. Framtíðin er björt hjá okkur - engin vandamál, bara lausnir.“