Það var einstaklega naumt á mununum á Metsölulista Pennans Eymundsson þessa vikuna og ríkti mikil spenna fyrir lokaniðurstöðunni. Þeir Bjarni Fritzson, Ólafur Jóhann og Arnaldur Indriðason háðu harða baráttu um toppsætið og munaði einungis örfáum eintökum á þessum efstu sætum listans.
Bjarni tók að lokum toppsætið með bók sinni um Orra Óstöðvandi, og margir lesendur eru eflaust ánægðir að sjá barnabók sitja á toppnum.
Ánægjulegt er að segja frá því að hin stórgóða ljóðabók Gyrðis Elíassonar nær inn á topp 10 og situr í 6. sæti.
Útgáfan í flokki skáldverka er einstaklega góð og fjölbreytt í ár og salan fer vel af stað. Þar situr Ólafur Jóhann efstur með bók sína Snjór í paradís en Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson eru ekki langt undan. Þá eru Sigríður Hagalín og Eiríkur Örn að bæta við sig þessa vikuna.
Eins og áður segir er Orri Óstöðvandi efstur í flokki barnabóka en Gunnar Helgason, Sveindís Jane og bókin um hina skemmtilegu Blæju raða sér í næstu sætin.
Bókin er sannarlega jólagjöfin í ár, eins og fyrri ár.
1. Orri óstöðvandi - Jólin eru að koma - Bjarni Fritzson
2. Snjór í paradís - Ólafur Jóhann Ólafsson
3. Sæluríkið - Arnaldur Indriðason
4. Frýs í æðum blóð - Yrsa Sigurðardóttir
5. Hvítalogn - Ragnar Jónasson
6. Meðan glerið sefur - Dulstirni - Gyrðir Elíasson
7. Náttúrulögmálin - Eiríkur Örn Norðdahl
8. Eimreiðarelítan - Spillingarsaga - Þorvaldur Logason
9. Deus - Sigríður Hagalín Björnsdóttir
10. Frasabókin - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson
1. Orri óstöðvandi - Jólin eru að koma - Bjarni Fritzson
2. Bluey - Góða nótt leðurblaka - Willis, Daniella
3. Bannað að drepa - Gunnar Helgason
4. Sveindís Jane - Saga af stelpu í fótbolta - Sveindís Jane Jónsdóttir
5. Lára fer á jólaball - Birgitta Haukdal
6. Eldgos - Rán Flygering
7. Salka - Hrekkjavakan - Bjarni Fritzson
8. Eldur - Björk Jakobsdóttir
9. Skólaslit 2 - Dauð viðvörun - Ævar Þór Benediktsson
10. Jólaljós - Ragnheiður Gestsdóttir
1. Snjór í paradís - Ólafur Jóhann Ólafsson
2. Sæluríkið - Arnaldur Indriðason
3. Frýs í æðum blóð - Yrsa Sigurðardóttir
4. Hvítalogn - Ragnar Jónasson
5. Náttúrulögmálin - Eiríkur Örn Norðdahl
6. Deus - Sigríður Hagalín Björnsdóttir
7. Dj Bambi - Auður Ava Ólafsdóttir
8. Duft - Söfnuður fallega fólksins - Bergþóra Snæbjörnsdóttir
9. Heim fyrir myrkur - Eva Björg Ægisdóttir
10. Ból - Steinunn Sigurðardóttir
1. Eimreiðarelítan: Spillingarsaga - Þorvaldur Logason
2. Frasabókin - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson
3. Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg - Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
4. Almanak Háskóla Íslands 2024 - Ýmsir höfundar
5. Álfar - Hjörtur Hjartarson og Rán Flygenring
6. Í eldhúsinu með Hrefnu Sætran - Hrefna Sætran
7. Útkall - Mayday erum að sökkva - Óttar Sveinsson
8. Kynlegt stríð - Ástandið í nýju ljósi - Bára Baldursdóttir
9. Myndlist á heimilum - Gunnar Sverrisson, Halla Bára Gestsdóttir, Olga Lilja Ólafsdóttir og Sigurður Atli Sigurðsson
10. Afi minn stríðsfanginn - Elín Hirst
1. Meðan glerið sefur - Dulstirni - Gyrðir Elíasson
2. Maður lifandi - Kristinn Óli S. Haraldsson
3. Flagsól - Melkorka Ólafsdóttir
4. Örverpi - Birna Stefánsdóttir
5. Hlustum frekar lágt - Þórarinn Eldjárn
6. Ljóð fyrir klofið hjarta - Helen Cova
7. Vegamyndir - Óskar Árni Óskarsson
8. Í myrkrinu fór ég til Maríu - Sonja B. Jónsdóttir
9. Ró í beinum - Ísak Harðarson
10. Byggð mín í norðrinu - Hannes Pétursson