Kaupmaðurinn á horninu í kaupfélagsstíl

Vöruúrvalið í Verkfæralagernum á Smáratorgi er engu öðru líkt.
Vöruúrvalið í Verkfæralagernum á Smáratorgi er engu öðru líkt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verkfæralagerinn á Smáratorgi er sannkallaður ævintýraheimur fyrir unga sem aldna. Þar er að finna yfir 50 þúsund vörunúmer á vörulista frá heimsþekktum vörumerkjum á hagstæðu verði. Fjölbreytt vöruúrval einkennir verslunina og er það stundum sagt vera ævintýri líkast.  

„Hjá okkur fæst allt milli himins og jarðar,“ segir Brynjólfur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Verkfæralagersins, og líkir versluninni við kaupmanninn á horninu nema bara í kaupfélagsstíl.

„Vöruúrval Verkfæralagersins kemur viðskiptavinum sífellt á óvart. Alltaf eitthvað nýtt og meira sem kemur upp úr krafsinu þegar verslað er hjá okkur,“ segir Brynjólfur en rík áhersla hefur verið lögð á vöruúrval og gott verðlag í verslun Verkfæralagersins. 

Ýmis sérhæfð bílaverkfæri eru fáanleg í miklu úrvali hjá Verkfæralagernum: …
Ýmis sérhæfð bílaverkfæri eru fáanleg í miklu úrvali hjá Verkfæralagernum: loftdælur, tjakkar, búkkar og margt fleira. mbl.is/Kristinn Magnússon

Víðtækt vöruúrval

Verslun Verkfæralagersins hefur verið starfrækt í 30 ár og hefur vöruúrvalið allar götur síðan verið af fjölbreyttum toga og ævintýralegt á ýmsum sviðum. 

„Vörurnar eru sóttar víða að en stærsti hluti vöruúrvalsins kemur frá Evrópu. Við teygjum okkur þó líka alla leið til suðurhluta Brasilíu til að sækja afbragðs skóflur sem henta sérlega vel við íslenskar aðstæður,“ lýsir Brynjólfur og segir samstarf Verkfæralagersins við brasilíska skófluframleiðandann eiga upphaf sitt að rekja til þess leytis þegar gjósa fór í Eyjafjallajökli. 

„Þess vegna kallast skóflurnar því sterka nafni Volcan. Við eigum alltaf til mjög stóran lager af skóflum, hvort sem um er að ræða stunguskóflur, malarskóflur, steypuskóflur eða snjóskóflur,“ segir hann en skóflurnar koma ýmist frá Volcan eða Fiskars. 

Þú færð allar tegundir af skóflum í Verkfæralagernum sem selur …
Þú færð allar tegundir af skóflum í Verkfæralagernum sem selur helst skóflur frá vörumerkjunum Volcan og Fiskars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá segir Brynjólfur að stór hluti viðskiptavina Verkfæralagersins hugsi sérlega vel um bílana sína og komi gjarnan í verslunina til að verða sér út um hágæða bíla- og hreinsivörur, bílaverkfæri og allt sem tengist viðhaldi á bílum.

„Við erum með loftdælur, tjakka, búkka og ýmis sérhæfð bílaverkfæri að ógleymdum öllum smur-, viðhalds- og bætiefnunum.“

Margir viðskiptavinir sækja í gott úrval okkar á rafmagnsvörunum, sérstaklega núna fyrir jólin,“ segir Brynjólfur og skírskotar í alls kyns rofa, snúrur, breytiklær og hleðslusnúrur sem fáanlegar eru í Verkfæralagernum.

„Tenglar, fjöltengi, framlengingarsnúrur, rafmagnskefli, rofar, breytiklær, krónutengi, smellutengi, kapalrennur og ég veit ekki hvað og hvað. Það er keppikefli okkar að geta fullnægt flestum þörfum viðskiptavina í helstu rafmagnsvörum.“

Allt sem tengist almennu bílaviðhaldi fæst í Verkfæralagernum Smáratorgi.
Allt sem tengist almennu bílaviðhaldi fæst í Verkfæralagernum Smáratorgi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allt fyrir myndlistina á betra verði en annars staðar

Verkfæralagerinn býður upp á frábært úrval af myndlistarvörum í einni af stærstu myndlistarvörudeild landsins. Öll helstu og vinsælustu vörumerki myndlistargeirans fást í listadeild Verkfæralagersins en að sögn Brynjólfs telja þau tugi.

Myndlistarvörudeild Verkfæralagersins er eins sú stærsta hér á landi.
Myndlistarvörudeild Verkfæralagersins er eins sú stærsta hér á landi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Sagan á bak við listadeildina er merkileg og má eiginlega segja að tilurð hennar hafi verið skyndihugdetta,“ segir Brynjólfur. „Einn af verkfærabirgjunum okkar byrjaði að bjóða upp á lítið akrýl-litasett og örfáar stærðir af strigum á einstaklega góðu verði sem okkur fannst við verða að kynna fyrir íslenskum neytendum. Viðtökurnar voru strax frábærar og þá var fókusinn settur á að breikka þetta vöruúrval en með þau grunngildi að leiðarljósi að þetta yrði að vera list fyrir alla,“ segir hann jafnframt en núna skipa myndlistarvörurnar stóran sess í versluninni.

Royal Talens, Rembrant, Van Gogh, Art Creation, Cobra, Bruynzeel, Sakura, Windsor & Newton, Liquitex, Conte a Paris, LeFrance & Burgers, Snazaroo, KohlNoor, Kolibri, Flashe, Promarker, Posca, Up2DecoResin, Phoenix, Maimeri, Sara&Alma listhús og Faber Castle eru á meðal vörumerkja sem fáanleg eru í Verkfæralagernum, sem má segja að sé eins konar nammibúð myndlistarfólksins. Hjá Verkfæralagernum fást einnig heimsklassa strigar beint frá framleiðanda.

„Áherslan hefur alltaf verið sú sama: að bjóða vörurnar á mjög hagstæðu verði jafnvel þó að við höfum verið nógu gæfusöm til að geta boðið upp á einhverjar bestu listavörur sem í boði eru á markaðnum.“

Verkfæralagerinn Smáratorgi.
Verkfæralagerinn Smáratorgi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verið velkomin í Verkfæralagerinn

Brynjólfur segir engu orði ofaukið um ævintýralegt vöruúrval Verkfæralagersins og að sjón sé sögu ríkari.

„Við hvetjum alla til að kíkja við í verslunina og skoða ævintýralegt vöruúrvalið. Við fáum oft og tíðum mikið hrós fyrir fjölbreytt vöruúrval frá þeim sem koma í búðina. Það er örugglega eitthvað þar að finna sem gæti komið þér á óvart.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert