Hraðvirk verkjastilling án verkjalyfja

Axel Bragason, er klínískur dáleiðari og dáleiðslukennari sem hefur verið …
Axel Bragason, er klínískur dáleiðari og dáleiðslukennari sem hefur verið að þróa hraðvirka og einfalda verkjastillingu sem kallast HypnoFlash. mbl.is/Arnþór Birkisson

Axel Braga­son, sjúkrafþjálf­ari, fim­leikaþjálf­ari og kenn­ari í klín­ískri dá­leiðslu hjá Dá­leiðslu­skóla Íslands, seg­ir dá­leiðslu geta verið gott verk­færi til að lina langvar­andi og til­fallandi verki eða losna við þá fyr­ir fullt og allt. Axel kynnt­ist dá­leiðslu fyrst þegar hann var 16 ára gam­all og seg­ist strax hafa áttað sig á hversu öfl­ugt fyr­ir­bæri hún er.

„Dulúðin sem lá yfir þessu fyr­ir­bæri vakti áhuga minn og þá ekki nokk­ur leið að kynn­ast þess­um leynd­ar­dómi hér á landi á þeim tíma. Ég féll al­veg fyr­ir dá­leiðslu og sá strax  hversu mik­ill mátt­ur og kraft­ur fylg­ir þessu stór­kost­lega verk­færi,“ seg­ir Axel sem lærði grunn­tækni í meðferðardá­leiðslu fyr­ir tólf árum og hóf fram­halds­nám í dá­leiðslu­fræðum strax í kjöl­farið.

„Dá­leiðsla nýt­ist öll­um á ein­hvern hátt. Hvort sem það er í þeim til­gangi að bæta and­lega og lík­am­lega heilsu eða til að bæta ár­ang­ur í dag­legu lífi, létta á eða eyða verkj­um og sárs­auka, til að vera besta út­gáf­an af sjálf­um sér, breyta hegðunar- og hugs­ana­mynstri, til að sjálfs- og vald­efla sig, eyða slæm­um áv­ana, eða hvað sem er - mögu­leik­arn­ir eru enda­laus­ir.“

Axel segir dáleiðslu geta gagnast öllum sem vilja bæta lífsgæði …
Axel seg­ir dá­leiðslu geta gagn­ast öll­um sem vilja bæta lífs­gæði sín á ein­hvern hátt. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Verk­irn­ir á bak og burt 

Axel hef­ur verið að þróa aðferð sem kall­ast HypnoFlash og hef­ur aðstoðað ófáa verkjaþjáða ein­stak­linga við að stilla af hvers kyns verki og vinna bug á ýms­um hamlandi heilsu­farskvill­um. HypnoFlash er verkj­astill­andi meðferð þar sem dá­leiðslu­tækni er beitt.

„Til að gera langa sögu stutta er HypnoFlash hraðvirk verkj­astill­ing. Þetta er ein­föld og áhrifa­rík leið til að hafa áhrif á sárs­auka og verki af öllu tagi á fljót­leg­an og ör­ugg­an hátt. HypnoFlash er senni­lega fljót­leg­asta aðferð inn­an dá­leiðslunn­ar sem beita má til að minnka eða eyða ein­kenn­um sárs­auka­fullra verkja á stað og stundu,“ lýs­ir Axel. 

HypnoFlash-aðferðin getur linað langvarandi og tilfallandi verki eða eytt þeim …
HypnoFlash-aðferðin get­ur linað langvar­andi og til­fallandi verki eða eytt þeim fyr­ir fullt og allt. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Skjót­virk og ein­föld leið

Axel hef­ur um ára­tuga­skeið not­ast við dá­leiðsluaðferðir við störf sín og seg­ir HypnoFlash-aðferðar­tækn­ina mjög áhrifa­ríka. Í gegn­um tíðina hef­ur hann verið iðinn við að bæta við sig þekk­ingu og reynslu á sviði dá­leiðslunn­ar til klín­ískra meðferða.

„Helstu kost­ir HypnoFlash eru þeir að þetta er bæði skjót­virk og ein­föld leið til að ná ár­angri og stuðla að bættri líðan,“ seg­ir Axel.

„HypnoFlash er í raun verkj­astill­ing sem hef­ur þá tak­mörk­un á langvar­andi verki að hún líður hjá á ein­hverj­um tíma­punkti. Svipað og um verkjalyf væri að ræða nema að verkj­astill­ing á langvar­andi verki get­ur varað frá ein­hverj­um klukku­stund­um og upp í ein­hverja daga. Svo eru auðvitað eng­ar auka­verk­an­ir af HypnoFlash líkt og hlýst af notk­un verkjalyfja og dá­leiðslu­ferlið eins nátt­úru­legt og það verður.“

Þann 21. janúar, næstkomandi, heldur Axel fyrsta HypnoFlash-námskeiðið hér á …
Þann 21. janú­ar, næst­kom­andi, held­ur Axel fyrsta HypnoFlash-nám­skeiðið hér á landi. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Þú get­ur lært að verkj­astilla þig og aðra

Axel seg­ir HypnoFlash-aðferðina virka á aðeins nokkr­um sek­únd­um og að hver sem er geti lært að til­einka sér hana.

„Það þarf hvorki sér­staka þekk­ingu né reynslu á sviði dá­leiðslunn­ar til að geta lært HypnoFlash-verkj­astill­ingu. Unnið er með ann­ars kon­ar tækni þegar um lang­vinna verki er að ræða en hins veg­ar get­ur HypnoFlash eytt til­fallandi verkj­um al­veg, fyr­ir fullt og allt,“ seg­ir hann og nefn­ir í því sam­hengi verki á borð við höfuðverk, tíðaverki eða vaxta­verki hjá börn­um en list­inn er ótæm­andi.

Hann seg­ir nám­skeið í HypnoFlash geta gjör­breytt lífi margra en fyrsta nám­skeið í HypnoFlash-tækni á Íslandi verður kennt í hús­næði Dá­leiðslu­skóla Íslands, Vík­ur­hvarfi 1, þann 21. janú­ar og er skrán­ing haf­in.

Axel hefur víðtæka þekkingu og reynslu af verkjum og verkjastillingu …
Axel hef­ur víðtæka þekk­ingu og reynslu af verkj­um og verkj­astill­ingu með dá­leiðsluaðferðum. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

„Nám­skeið í HypnoFlash er ætlað öll­um þeim sem geta séð það fyr­ir sér að vera í aðstæðum þar sem þörf er á hraðvirkri verkj­astill­ingu. Fyr­ir alla þá sem vilja getað hjálpað öðrum að losna við verki og sárs­auka á ein­fald­an og ör­ugg­an hátt.

Nám­skeiðið er einnig mjög góð leið til að öðlast inn­sýn í og skiln­ing á þessu merki­lega fyr­ir­bæri sem við köll­um dá­leiðsla,“ seg­ir Axel og hvet­ur áhuga­sama til að skrá sig á þetta magnaða nám­skeið.

Smelltu hér til að skoða virkni HypnoFlash eða skrá þig á nám­skeið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert