Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA fram undan

Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA.
Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA. Ljósmynd/Silla Páls

Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA hefur veitt viðurkenningar frá árinu 1999 og eftirvæntingin mikil þegar komið er að hátíðinni. Þrjár konur sem verða heiðraðar eiga það sameiginlegt að vera eða hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Nöfnin verða kunngerð á þessari stórglæsilegu Viðurkenningarhátíð FKA á Hótel Reykjavík Grand og í beinu streymi á mbl.is þann 24. janúar 2024. 

„Það er ár hvert sem ég læt dómnefnd fá langan lista af nöfnum,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA og glottir.

„Svo er ég snögg að láta mig hverfa því þegar ég skauta yfir listann þá eru þarna nöfn sem öll koma til greina og veit hve mikið verk dómnefndin á fyrir höndum. Mögulega anda þau öll í kór í poka þegar þau renna yfir listann í fyrsta sinn en svo lenda þau málum á endanum og láti mig fá til baka eitt nafn í hverjum flokki, sem hlýtur FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu.“ 

Andrea Ýr Jónsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Erik Figueras Torras, Guðmundur Fertram, …
Andrea Ýr Jónsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Erik Figueras Torras, Guðmundur Fertram, Guðrún Pétursdóttir, Margrét Njarðvík og Safa Jemai mynda dómnefnd að þessu sinni. Samsett mynd

Í dómnefnd fyrir Viðurkenningarhátíð FKA að þessu sinni eru í stafrófsröð:

Andrea Ýr Jónsdóttir / Formaður dómnefndar, Ritari FKA, Hjúkrunarfræðingur, eigandi Heilsulausna & Scrubs.is

Bjarni Snæbjörnsson / Leikari og leiklistarkennari

Erik Figueras Torras / Forstjóri Mílu

Guðmundur Fertram Sigurjónsson / Forstjóri og stofnandi Kerecis

Guðrún Pétursdóttir / Prófessor Emerita

Margrét Jónsdóttir Njarðvík / Rektor Háskólans á Bifröst

Safa Jemai / Frumkvöðull og framkvæmdastjóri Víkonnekt

Heimsókn viðurkenningarhafa nokkru eftir viðburðinn er ávallt gefandi gleðistund. Hér …
Heimsókn viðurkenningarhafa nokkru eftir viðburðinn er ávallt gefandi gleðistund. Hér er Guðfinna Sesselía milli þeirra Margrétar Guðmundsdóttur, stjórnarkonu og fyrrverandi forstjóra Icepharma sem var í dómnefnd í fyrra, og með þeim er Unnur Elva formaður FKA . Ljósmynd/Andrea Róbertsdóttir

„Dagurinn snýst um konurnar en það eru þvílíkar kanónur sem eru í dómnefnd ár hvert og félagið þakklát fyrir það og fyrir þeirra tíma,“ segir Andrea sem segir að við skipan dómnefndar er leitast við að einstaklingar hafi sem breiðastan bakgrunn. 

„Að þau gefi af sinni dýrmætustu auðlynd, af tíma sínum er dásamlegt. Svo veit ég að dómnefndir hafa ánægju af því að kynnast innbyrðis enda samansafn af skemmtilegum og fjölbreyttum hópi einstaklinga sem koma víða að úr atvinnulífinu,“ segir Andrea en þær Ásta Fjeldsted, Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir og Grace Achieng voru heiðraðar á síðasta ári.

Það verður spennandi að sjá hverja við klöppum upp á …
Það verður spennandi að sjá hverja við klöppum upp á Hótel Reykjavík Grand þann 24. janúar 2024. Frá vinstri: Eliza Reid forsetafrú og félagskona FKA með Chanel Björk Sturludóttir meðstofnanda „Hennar rödd“ og Loga Pedro Stefánssyni meðeiganda 101 Productions á Viðurkenningarhátíðinni í fyrra. Ljósmynd/Silla Páls

Opinn viðburður sem verður streymt á mbl.is

Framlína íslensks viðskiptalífs, nánasta fólk viðurkenningarhafa og félagskonur FKA fagna saman á Hátíðinni en vanalega gefst lítill tími fyrir viðurkenningarhafa að verja tíma saman á deginum sjálfum. Þær hittast fyrr um daginn og þá er svo skemmtilegt að sjá viðbrögð þeirra þegar þær sjá hvora aðra.

Til að efla tengslin þá hefur skapast sú hefð að viðurkenningarhafar og stjórn hittast hjá einum af viðurkenningarhöfum nokkru eftir hátíð þegar rykið hefur sest. Það er nefnilega mikið um að vera í kringum Hátíðina til dæmis að búa til myndbönd og skipuleggja viðburðinn og svo tekur við sprettur hjá viðurkenningarhöfum í fjölmiðlum.

Ásta S. Fjeldsted, Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir og Grace Achieng …
Ásta S. Fjeldsted, Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir og Grace Achieng voru heiðraðar á Viðurkenningarhátíð FKA árið 2023. Ljósmynd/Silla Páls

„Síðustu ár hefur sérblað komið út að morgni dags sem Viðurkenningahátíðin er og FKA og Árvakur leiða sína hesta saman að þessu sinni. Það hefur verið ótrúlega gaman að finna áhugann á að gera flott sérblað á þessum degi þar sem kastaranum er beint að konum í atvinnulífinu. Einstakt tækifæri fyrir fyrirtæki og stofnanir að beina kastaranum að konunum sínum, konum í atvinnulífinu og fjalla um það sem þær inna af hendi í atvinnulífinu í dag. Draga fram fjölbreyttar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir til að miða sig við. Draga þær sérstaklega fram á degi sem við heiðrum konur,“ segir Andrea.

Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA verður á Hótel Reykjavík Grand og sýnd í beinu streymi hér á mbl.is miðvikudaginn 24. janúar kl. 17:00. Ekki missa af því!

Smelltu hér til að skoða viðburðinn á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka