Rut Kára hannar Ró, Kyrrð og Frið fyrir heimilið

Rut Káradóttir og Húsgagnahöllin eiga í farsælu samstarfi.
Rut Káradóttir og Húsgagnahöllin eiga í farsælu samstarfi. Ljósmynd/Aðsend

Í versl­un­um Hús­gagna­hall­ar­inn­ar er að finna töfr­andi heim hús­gagna, skraut­muna og heim­il­is­vara sem heill­ar alla fag­ur­kera upp úr skón­um. Hús­gagna­höll­in býður upp á fjöl­breytt úr­val af hágæða vör­um sem henta öll­um rým­um heim­il­is­ins en þar setja vandaðar og fal­leg­ar gólf­mott­ur í öll­um stærðum og gerðum svip á vöru­úr­valið.  

Fyr­ir tæp­lega tveim­ur árum tóku Hús­gagna­höll­in og einn vin­sæl­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, hönd­um sam­an og kynntu til leiks vöru­línu með hand­gerðum hágæða mott­um hönnuðum af Rut.

Óhætt er að segja að sam­starfs­verk­efni Rut­ar og Hús­gagna­hall­ar­inn­ar hafi fallið mjög vel í kramið hjá ís­lensk­um fag­ur­ker­um. Hver teg­und­in á fæt­ur ann­arri hef­ur selst upp og nýj­ar teg­und­ir litið dags­ins ljós, enda um ein­stak­lega vandaðar mott­ur að ræða þar sem efn­is­val, gæði og fag­ur­fræði mæta kröf­um þeirra allra vand­lát­ustu.

Mottuvörulína Rutar Kára er vönduð og fáguð í senn.
Mottu­vöru­lína Rut­ar Kára er vönduð og fáguð í senn. Sam­sett mynd

Mott­ur sem end­ur­spegla kröf­ur    

Um línu vandaðra gólf­motta er að ræða þar sem mild­ir og fal­leg­ir lit­ir og nátt­úru­legt efni eru í aðal­hlut­verki. Rut finnst ómiss­andi að nota gólf­mott­ur, bæði í verk­efn­um sín­um og inni á eig­in heim­ili. Mott­urn­ar sem hún hef­ur hannað end­ur­spegla þær kröf­ur sem hún ger­ir.

Spurð um hug­mynd­ina á bak við mottu­lín­una seg­ir Rut að hana hafi lengi langað til að hanna eig­in gólf­mott­ur og að hún hafi haft nokkuð skýra sýn um út­kom­una strax þegar verk­efnið var sett á lagg­irn­ar. 

„Mig hef­ur lengi dreymt um að hanna mína eig­in línu af mott­um og hef verið með nokkuð góða hug­mynd um hvers kon­ar mott­ur mér finnst vanta á markaðinn,“ út­skýr­ir Rut sem not­ar gólf­mott­ur mikið til að há­marka heild­ar­út­lit rýma sem hún vinn­ur með hverju sinni. 

Mottur skapa hlýleika inni á heimilum.
Mott­ur skapa hlý­leika inni á heim­il­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég er mik­il mottu­kona og nota þær mikið. Helst vil ég eiga nokkr­ar mott­ur á lag­er í bíl­skúrn­um hjá mér svo ég geti skipt þeim út þegar mig lang­ar að breyta aðeins til. Mér finnst þær al­ger­lega nauðsyn­leg­ar enda gegna þær svo margþættu hlut­verki. Hins veg­ar hef­ur mér fund­ist vanta vandaðar og fal­leg­ar mott­ur á viðráðan­legu verði á ís­lenska markaðinn. Með þess­um nýju mott­um sem fram­leidd­ar eru í góðu sam­starfi við Hús­gagna­höll­ina er ætl­un­in að koma til móts við þessa þörf,“ út­skýr­ir Rut.

Mild­ir litatón­ar ein­kenna mottu­lín­una. Þær eru frem­ur lát­laus­ar en gera þó mikið fyr­ir rýmið. 

„Þess­ar nýju mott­ur eru fram­leidd­ar í sam­ræmi við þá hug­mynda­fræði að vera úr nátt­úru­leg­um efn­um og í mild­um lit­um. Ég vil ekki að mott­ur á heim­il­um séu mjög áber­andi eða skeri sig mikið úr held­ur myndi frek­ar góða heild­ar­mynd með hús­gögn­um og gól­f­efn­um.“

Góð motta býr til teng­ing­ar

Aðspurð hvaða hlut­verki mott­ur þjóni inni á heim­il­um seg­ir Rut það vera fjölþætt. 

Fallegar og notalegar mottur eru eins konar punkturinn yfir i-ið.
Fal­leg­ar og nota­leg­ar mott­ur eru eins kon­ar punkt­ur­inn yfir i-ið. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þegar ég vel mott­ur inn á heim­ili nota ég þær í fjöl­breytt­um til­gangi. Í fyrsta lagi er það til að af­marka og ramma rými af. Þá not­ar maður mott­ur til að tengja eða binda sam­an hús­gögn eins og sófa og stóla. Í þessu sam­hengi vitna ég oft í eina af mín­um upp­á­halds­bíó­mynd­um, Big Le­bowski, þar sem meg­in­sögu­per­són­an legg­ur ótrú­lega mikið á sig til að fá bætta stóra mottu sem tek­in er af heim­ili hans. Þegar hann út­skýr­ir hvers vegna hún skipt­ir hann svona miklu máli þá seg­ir hann: „It really tied the room toget­her.“ Þetta er ein­mitt það sem góð motta ger­ir.“

En þær þjóna ekki bara fag­ur­fræðileg­um til­gangi að henn­ar sögn. 

„Mott­ur eru enn frem­ur mik­il­væg­ar til að bæta hljóðvist á heim­il­um og síðast en ekki síst eru þær eins og punkt­ur­inn yfir i-ið til að skapa hlý­leika og fal­lega stemn­ingu.“ 

Beðin um að gefa góð ráð um val á mott­um seg­ir Rut:

„Al­geng mis­tök sem fólk ger­ir er að setja mott­ur und­ir heilu hús­gögn­in. Ég vil hins veg­ar að það fari alls ekki nema hluti af hús­gögn­un­um, til dæm­is tveir fæt­ur af stól eða aðeins hluti af rúmi á mott­una,“ seg­ir Rut sem veit sínu viti þegar hvers kyns rými eru fegruð.

Hlý­leiki og huggu­leg­heit

Hús­gagna­höll­in er með með eitt lands­ins mesta úr­val af fáguðum og end­ing­argóðum gólf­mott­um. Þar fást einnig hágæða handofn­ar ind­versk­ar gólf­mott­ur frá vörumerk­inu Nir­mal sem eru á sér­stak­lega góðu verði miðað við gæði og nota­gildi. Mott­urn­ar búa yfir þeim eig­in­leika að vera sér­lega slit­sterk­ar enda gerðar úr 100% nátt­úru­leg­um efn­um: bóm­ull og jurta­gras­inu flétt­ur­eyr.

Handofnu Nirmal-motturnar hafa notið mikilla vinsælda hér á landi.
Handofnu Nir­mal-mott­urn­ar hafa notið mik­illa vin­sælda hér á landi. Ljós­mynd/​Aðsend

Mott­urn­ar eru fá­an­leg­ar í ýms­um stærðum og gerðum, fer­hyrnd­ar jafnt sem hringl­ótt­ar, og til þess falln­ar að vekja eft­ir­tekt í hvaða rými sem er þar sem alls kyns mynstur, áferðir og lit­ir ein­kenna Nir­mal-mott­urn­ar.

Nir­mal-mott­urn­ar hafa vakið mikla hrifn­ingu hér á landi síðustu ár og eru oft notaðar til að skapa ákveðna stemn­ingu inn­an rýma heim­il­is­ins. Hlý­leiki mynd­ast með fal­leg­um mott­um og er fátt jafnt nota­legt og mjúk­ar gólf­mott­ur sem veita ákveðin hug­hrif og opna skiln­ing­ar­vit­in líkt og mott­urn­ar frá Nir­mal hafa náð fram – enda er motta ekki bara motta held­ur get­ur vönduð og góð motta þjónað veiga­mikl­um til­gangi. 

Mynstur og litir einkenna indversku motturnar frá Nirmal.
Mynstur og lit­ir ein­kenna ind­versku mott­urn­ar frá Nir­mal. Ljós­mynd/​Aðsend

Líttu við og skoðaðu fjöl­breytt úr­val gólf­motta í versl­un­um Hús­gagna­hall­ar­inn­ar Bílds­höfða, Ak­ur­eyri og Ísaf­irði eða í net­versl­un með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert