Húðmeðferðarstofan Húðfegrun 24 ára

Hjá Húðfegrun starfa sex meðferðaraðilar, þrír hjúkrunarfræðingar og þrír snyrtifræðingar …
Hjá Húðfegrun starfa sex meðferðaraðilar, þrír hjúkrunarfræðingar og þrír snyrtifræðingar en hér má sjá hluta af starfsmönnum stofunnar. Ljósmynd/Aðsend

Húðfegrun er rótgróin húðmeðferðarstofa sem býður heildrænar húðmeðferðir fyrir andlit og líkama með það að markmiði að bæta heilsu húðarinnar á náttúrulegan hátt. Í ágúst var 24 ára afmæli stofunnar sem fagnað var með pompi og prakt allan mánuðinn.

„Við buðum upp á sérstakt afmælistilboð í tilefni af afmælinu okkar sem var mjög vel tekið,“ segir Bryndís A. Sinn hagfræðingur en hún gekk til liðs við fyrirtækið árið 2014 og stýrir daglegum rekstri og faglegri þróun. Húðfegrun er hátæknifyrirtæki á heilbrigðissviði sem hefur verið starfrækt frá árinu 2000. Stofnandi Húðfegrunar er frumkvöðullinn Díana Oddsdóttir, sem gegnir stöðu yfirhjúkrunarfræðings Húðfegrunar. Hún stýrir einnig meðferðarteyminu ásamt því að sjá um endurmenntun meðferðaraðila.

Bryndís Alma Sinn eigandi Húðfegrunar talar um að síðastliðin ár …
Bryndís Alma Sinn eigandi Húðfegrunar talar um að síðastliðin ár hafi verið gríðarleg vitundarvakning um húðumhirðu. Ljósmynd/Aðsend

Vitundarvakning um mikilvægi húðumhirðu

Bryndís segir að síðastliðin ár hafi orðið gríðarleg vitundarvakning um húðumhirðu og mikilvægi þess að sækja húðmeðferðir hjá fagaðilum. „Húðfegrun hefur ávallt haft faglegheit í fyrirrúmi og fjárfest í nýjum og góðum tækjabúnaði eftir því sem framþróun hefur átt sér stað. Þetta tryggir viðskiptavinum okkar öruggar meðferðir sem skila góðum árangri,“ segir Bryndís.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Húðfegrun hóf starfsemi fyrir gott sem aldarfjórðungi. Díana segir að fyrstu meðferðirnar sem stofan bauð upp á hafa verið hinar sígildu kristals- og demantshúðslípun, meðferð við háræðasliti, varanleg háreyðing og Gelísprautun. Enn þann dag í dag býður fyrirtækið upp á þessar meðferðir en meðferðarúrvalið hefur þó breikkað og tækjabúnaðurinn breyst.

„Við bjóðum enn upp á þessar meðferðir hjá okkur í dag en það hefur verið magnað að fylgjast með þeirri gríðarlegu þróun sem hefur átt sér stað í meðferðum þann tíma sem meðferðarstofan hefur verið starfrækt,“ segir Díana.

Vinsælustu meðferðirnar á markaðnum í dag

Ein vinsælasta meðferðar-tvenna Húðfegrunar í dag er Demantspakkinn en hann inniheldur tvær frábærar meðferðir, að sögn Bryndísar. „Laserlyftingu og Hollywood Glow. Laserlyfting er ein öflugasta „anti-aging“ meðferð á markaðnum í dag. Lasertæknin sem notast er við vinnur djúpt niður í undirlag húðarinnar og örvar þar framleiðslu kollagens og elastíns án þess að skaða efsta lagið.“

Díana segir meðferðina henta sérlega vel til að þétta og styrkja slappa húð á neðra andliti og hálsi, skerpa kjálkalínuna og vinna á vökvasöfnun, þrota og þreytu á augnsvæði. „Hollywood Glow er framkvæmd með innrauðu ljósi sem gefur húðinni samstundis aukna þéttingu og ljóma.“ Bryndís segir að meðferðin sé oft kölluð „straujárnið“ því það er eins og verið sé að strauja hrukkurnar í burtu með meðferðinni. Hún segir árangur af meðferðinni koma samstundis í ljós og húðin verði fallega ljómandi eftir meðferðina.

Díana Oddsdóttir stofnandi Húðfegrunar er ein þriggja hjúkrunarfræðinga Húðfegrunar.
Díana Oddsdóttir stofnandi Húðfegrunar er ein þriggja hjúkrunarfræðinga Húðfegrunar. Ljósmynd/Aðsend

Þá segir Díana að gelísprautun sé líka vinsæl en hún er framkvæmd með náttúrulegum fjölsykrum af hjúkrunarfræðingum Húðfegrunar og hefur verið framkvæmd á stofunni frá upphafi. „Það hefur verið frábært að fylgjast með þróun á þessari meðferð í gegnum árin. Meðferðin hefur vaxið í vinsældum og fólk kynnir sér betur þau efni sem eru í boði til að framkvæma meðferðina. Við hjá Húðfegrun framkvæmum Gelísprautun með efninu Neauvia Organic, sem er hreinasta og öruggasta efnið sem býðst á markaðnum,“ segir Díana og bætir við að oft sé að finna varasöm aukaefni í ódýrari fyllingarefnum sem notuð eru víða.

„Þessi efni geta safnast upp í líkamanum og valdið skaða, svo það er virkilega mikilvægt að velja rétt efni áður en farið er í meðferð með fyllingarefnum,“ segir Bryndís. „Gelísprautun má nota til þess að fylla upp í hrukkur og línur og gefa húðinni skarpari útlínur, lyftingu og fyllingu. DermaClear húðmeðferðin er sömuleiðis vinsæl hjá okkur enda er hún sannkölluð endurnýjun fyrir húðina. Hún hentar öllum þar sem hún hjálpar húðinni að vera heilbrigðari útgáfa af sjálfri sér. DermaClear inniheldur í raun þrjár húðmeðferðir í einni meðferð; Djúphreinsun, milda slípun og raka og næringu. Í kjölfar meðferðarinnar er sjáanlegur munur á hreinleika húðarinnar, sem segja má að glói af heilbrigði,“ segir Bryndís og bætir við að þessi meðferð sé alltaf í miklu uppáhaldi hjá henni.

Það starfa þrír hjúkrunarfræðingar á Húðfegrun; Kolbrún Sara Guðjónsdóttir, Díana …
Það starfa þrír hjúkrunarfræðingar á Húðfegrun; Kolbrún Sara Guðjónsdóttir, Díana Oddsdóttir og Anna Dagbjört Gunnarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Eru einhverjar nýjungar sem vert er að deila með áhugasömum lesendum?

„Já, við erum með nýjasta tryllitækið á markaðnum, segir Bryndís og hlær. Díana heldur áfram: „Erbium YAG laser er öflugasta meðferðin sem býðst á markaðnum í dag. Meðferðin örvar kollagen- og elastín-framleiðslu djúpt í undirlagi húðar en á sama tíma endurnýjar hún ysta lagið með 2940 nm bylgjulengd. Erbium YAG laser skilar alhliða öflugum árangri, bæði styrkir og þéttir húðina, dregur úr örum, öldrun og hrukkum ásamt því að bæta áferð húðarinnar og fegra ysta lag hennar,“ segir Díana.

Að lokum bendir Díana á að viðskiptavinir leiti gjarnan til þeirra með húðvandamál sem þeir viti ekki hvernig best sé að leysa. „Viðtalstími með hjúkrunarfræðingi gefur viðskiptavinum í slíkri stöðu færi á að ræða við fagfólk, spyrja spurninga og fá sérsniðnar ráðleggingar varðandi meðferðarúrræði og húðvörunotkun. Það er óþarfi að velkjast í vafa því við erum vanar að sjá hvað mun virka fyrir hvern og einn,“ segir hún og hvetur fólk til að hafa samband í síma 533-1320 eða senda tölvupóst á netfangið bokanir@hudfegrun.is til að bóka tíma í ráðgjöf hjá fagaðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert