Vandaðar og stílhreinar flíkur í Comma og Tískunni

Hjördís Sif Bjarnadóttir rekur fataverslunirnar Comma og Tískan sem eru …
Hjördís Sif Bjarnadóttir rekur fataverslunirnar Comma og Tískan sem eru saman í glæsilegu 500 fermetra verslunarhúsnæði í Ármúlanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ármúlinn er að breytast í eitt heitasta verslunarsvæði landsins þar sem aragrúi gæðaverslana eru samankomnar. Þar má til dæmis finna fataverslanirnar Comma og Tískan sem eru saman í 500 fermetra verslunarhúsnæði. Verslunin Tískan á sér gamla sögu og er vel þekkt af tískuunnendum en hún var stofnuð árið 1963 undir nafninu Parísartízkan. Comma hefur verið í tíu ár á Íslandi og að sögn Hjördísar Sif Bjarnadóttur, sem á og rekur báðar verslanirnar með eiginmanni sínum Hilmari Þ. Hilmarssyni, er úrvalið alltaf að aukast.

„Það er afmælismánuður hjá okkur núna enda er Comma tíu ára. Við erum því með ný tilboð í hverri viku. Þeir sem þekkja Comma vita líka að úrvalið er einkar glæsilegt enda gefur Comma út nýja vörulínu í hverjum mánuði þannig að það er alltaf hægt að finna eitthvað nýtt.“

Comma eru fallegar, fágaðar og töff vörur og þar má …
Comma eru fallegar, fágaðar og töff vörur og þar má finna mikið úrval af drögtum, kjólum, kápum, peysum, skóm og mörgu fleira. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæðavörur á góðu verði

Hjördís Sif talar um að vinsældir Comma stafi ekki síst af því að sniðin hjá þeim séu mjög góð og klæðileg. „Comma er með tvö merki; Comma og Comma Casual Identity. Comma eru fallegar, fágaðar og töff vörur og þar má finna mikið úrval af drögtum, kjólum, kápum, peysum og svona gæti ég haldið endalaust áfram. Comma Casual Identity, eða CI eins og við köllum það, er svona afslappaðra merki og svalara, eitthvað sem höfðar kannski frekar til yngri kynslóðarinnar,“ segir Hjördís Sif sem lærði klæðskerann sem og kjólasaum og hefur því alltaf haft mikinn áhuga á tísku.

„Það er gaman að sjá hvað Comma er nýjungagjarnt merki í sniðum og útfærslum og þess vegna geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur. Enda erum við svo heppin að hafa fastakúnna sem hafa fylgt okkur í mörg ár. Þeir vita að hér eru gæðavörur á góðu verði auk þess sem við veitum mjög persónulega þjónustu og ráðgjöf.“

„Við erum með mikið úrval af alls kyns litum enda …
„Við erum með mikið úrval af alls kyns litum enda eru íslenskar konur sífellt frekar að velja sér liti þótt svart sé alltaf klassískt,“ segir Hjördís Sif. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gott úrval af stærðum

Í Tískunni má svo finna enn fleiri merki, til að mynda Max Mara, BRAX og ETERNA og Hjördís Sif talar um að í verslunum Tískunnar og Comma megi finna gott úrval af stærðum, allt frá stærð 34 og upp í stærð 48. „Við erum með svakalega góð og klæðileg snið. Almennt leggjum við áherslu á fallegan, vandaðan og stílhreinan fatnað fyrir konur á öllum aldri. Svo má ekki gleyma litagleðinni,“ segir Hjördís og hlær.

„Við erum með mikið úrval af alls kyns litum enda eru íslenskar konur sífellt frekar að velja sér liti þótt svart sé alltaf klassískt. Við erum líka með gott úrval af skóm frá Max Mara og fleiri merkjum. hvort heldur sem er fínni skór, hversdags skór eða kuldaskór. Heitustu skórnir yfir vetrarmánuðina eru kuldaskórnir okkar með innbyggðum mannbroddum. Þeir eru alger snilld. Mannbroddarnir eru á fastir skónum og það er hægt að opna fyrir þá eða loka þeim inn í skóna.“

Tískan og Comma eru í Ármúlanum þar sem bílastæði er …
Tískan og Comma eru í Ármúlanum þar sem bílastæði er beint fyrir utan og því mjög aðgengilegt fyrir alla. Eggert Jóhannesson

Mikið úrval

Aðspurð hvort mikið hafi breyst í kauphegðun Íslendinga hvað varðar föt síðustu ár segir Hjördís Sif að hún sjái mikinn mun. „Fólk er mun meðvitaðra um gæðin og endingu. Almennt virðast að minnsta kosti viðskiptavinir okkar vera meðvitaðir um hvað er til á markaðnum. Fólk vill frekar fá sér vandaðar flíkur en eitthvað sem dugar skemur. Aðalatriðið er svo vitanlega að flíkurnar passi vel og fari þeim vel og þess vegna held ég að margir komi aftur og aftur til okkar því úrvalið er svo mikið,“ segir Hjördís Sif að lokum og hvetur fólk til að kíkja í Tískuna og Comma í Ármúlanum. „Það eru bílastæði beint fyrir utan og þetta er því mjög aðgengilegt fyrir alla.“

Comma á Facebook

Tískan á Facebook

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert