Meistarinn aftur á toppnum

Á toppi metsölulistans trónir Arnaldur Indriðason með sögulega skáldsögu sína …
Á toppi metsölulistans trónir Arnaldur Indriðason með sögulega skáldsögu sína Ferðalok. Ljósmynd/Aðsend

Bóksalan hefur farið vel af stað í Pennanum Eymundsson fyrir jólin og greinilegt er að Íslendingar eru staðráðnir í að eiga góð bókajól. Þetta má eflaust þakka bæði frábæru úrvali bóka í ár og hinu blómlega ástarsambandi þjóðarinnar við bækur.

Það kemur líklega engum á óvart að á toppi sölulistans trónir Arnaldur Indriðason með sögulega skáldsögu sína Ferðalok. Í öðru sæti er Orri óstöðvandi: Heimsfrægur á Íslandi eftir Bjarna Fritzson sem á reyndar aðra bók á listanum í tíunda sæti, þar sem fjallað er um Orra og vinkonu hans Möggu.

Glæpasögur halda áfram að vera vinsælar, og bækurnar Ég læt sem ég sofi eftir Yrsu Sigurðardóttur og Hulda eftir Ragnar Jónasson sitja í þriðja og sjöunda sæti. Þá virðist ekkert lát vera á vinsældum ævisögu Geirs H. Haarde, sem er í fimmta sæti.

Fagurbókmenntir eru einnig áberandi á listanum. Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu situr í fjórða sæti, og Jón Kalman Stefánsson er með bókina Himintungl yfir heimsins ystu brún, sem er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, í því fimmta. Þá er bók Hallgríms Helgasonar, 60 kíló af sunnudögum, í níunda sæti.

Í áttunda sæti er falleg bók Ránar Flygenring, Tjörnin, sem er einmitt tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það er einnig ánægjulegt að sjá þrjár barnabækur á listanum þriðju vikuna í röð.

Heildarlistann má svo sjá hér að neðan:

Allar bækur

  1. Ferðalok - Arnaldur Indriðason
  2. Orri óstöðvandi: Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson
  3. Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir
  4. Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir
  5. Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson
  6. Geir H. Haarde Ævisaga - Geir H. Haarde
  7. Hulda - Ragnar Jónasson
  8. Tjörnin - Rán Flygenring
  9. Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason
  10. Ævintýri Orra og Möggu Glæponar - Bjarni Fritzson

Handbækur og fræðibækur

  1. Geir H. Haarde Ævisaga - Geir H. Haarde
  2. Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson
  3. Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson
  4. Stóra brauðtertubókin - Ýmsir
  5. Almanak Háskóla Íslands 2025 - Ritstjórar Gunnlaugur Björnsson / Páll Jakobsson
  6. Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson
  7. Öxin, Agnes og Friðrik - Magnús Ólafsson
  8. Fangar Breta - Sindri Freysson
  9. Hannes - Handritið mitt - Magnús Örn Helgason
  10. Besti vinur aðal - Björn Þorláksson

Innbundin skáldverk

  1. Ferðalok - Arnaldur Indriðason
  2. Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir
  3. Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir
  4. Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson
  5. Hulda - Ragnar Jónasson
  6. Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason
  7. Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni
  8. Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir
  9. Ég færi þér fjöll - Kristín Marja Baldursdóttir
  10. Eldri konur - Eva Rún Snorradóttir

Barnabækur

  1. Orri óstöðvandi: Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson
  2. Tjörnin - Rán Flygenring
  3. Ævintýri Orra og Möggu Glæponar - Bjarni Fritzson
  4. Ævintýr Orra og Möggu Ótrúleg uppátæki - Bjarni Fritzson
  5. Verstu skrímsli í heimi - David Walliams
  6. Stella segir bless! - Gunnar Helgason
  7. Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir
  8. Dótarímur - Þórarinn Eldjárn
  9. Voffbóti - David Walliams
  10. Kærókeppnin - Embla Bachmann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert